Sport

Ólympíuleikarnir settir í dag

Tuttugustu og áttundu Ólympíuleikarnir verða setttir í Aþenu síðdegis en fyrstu nútímaleikarnir fóru fram í Grikklandi árið 1896. Guðmundur Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, verður fánaberi íslenska Ólympíuliðsins þegar gengið verður inn á Ólympíuleikvanginn í kvöld. Guðmundur leikur sinn 400 landsleik á leikunum en hann hefur átt fast sæti í íslenska landsliðshópnum í handknattleik frá því á Friðarleikunum í Moskvu árið 1986. Tuttugu og sex íþróttamenn keppa fyrir Íslands hönd á leikunum í Aþenu. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir sundkona hefur keppni fyrst Íslendinga fyrir hádegi á morgun, laugardag, í 100 metra flugsundi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×