Erlent

Fellibylurinn Charley á Kúbu

Meira en hálfri milljón íbúa á strönd Flórída í Bandaríkjunum var fyrirskipað að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins Charley sem gekk á land á Kúbu í gær. Þúsundir íbúar Kúbu yfirgáfu heimili sín einnig en vindhraði stormsins fer yfir fjörutíu metra á sekúndu. Lítil úrkoma fylgdi Charley þegar hann gekk inn á suðausturströnd Kúbu, nærri höfuðborginni Havana, um miðnætti. Dregið hefur úr fellibylnum Bonnie sem hefur færst frá Flórída. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Myndin sýnir tvo kúbverska menn horfa á veðurfréttir í gær, stuttu áður en fellibylurinn gekk yfir landið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×