Innlent

Ólafar enn leitað

Ólöf A. Breiðfjörð Guðjónsdóttir, þrítug kona sem ekki hefur sést síðan á föstudagskvöld, hefur ekki enn komið fram. Síðast er vitað um ferðir Ólafar við Gullfoss. Ekki hefur ennþá verið ákveðið að hefja formlega leit að Ólöfu en víðtæk eftirgrennslan lögreglu er í gangi. Ýmsar vísbendingar hafa borist, meðal annars að Ólöf hafi fengið far frá Rauðavatni að Þrastaskógi í Árnessýslu um klukkan sex síðdegis á föstudag. Hún hafi síðan sést við Gullfoss um klukkan átta sama kvöld. Ekkert er vitað um ferðir hennar eftir það en talið er líklegt að hún hafi fengið far með einhverjum frá Þrastalundi að Gullfossi. Lögreglan í Hafnarfirði óskar eftir að ná tali af ökumanni þeirrar bifreiðar, sem og öðrum sem telja sig hafa vitneskju um ferðir hennar. Ólöf er grannvaxin, um 174 sentímetrar á hæð, dökkhærð og með hár rétt niður fyrir axlir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×