Innlent

Norðmönnum afhent mótmæli

Stefán Skjaldarson, sendiherra Íslands í Noregi, afhenti í dag norskum stjórnvöldum ítrekuð mótmæli íslenskra stjórnvalda við einhliða kvótaúthlutun Norðmanna á síld úr norsk-íslenska síldarstofninum við Svalbarða. Það standist ekki fjölþjóðlegan samning um Svalbarða og feli í sér brot á hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna og brot á almennum reglum þjóðarréttar. Loks eru norsk stjórnvöld hvött til þess að láta hjá líða að freista þess að hindra íslensk skip við veiðar á svæðinu þar sem þau séu í fullum rétti þar. Eins og fram hefur komið hafa norsk stjórnvöld formlega tilkynnt íslenskum hagsmunahópum að haldi íslensk skip áfram síldveiðum á svæðinu eftir miðnætt á sunnudag, verði þau tekin þar fyrir landhelgisbrot og færð til hafnar í Noregi þar sem réttað verði yfir áhöfninni. Fimm íslenskir frystitogarar eru við veiðar á svæðinu þessa stundina og hafa íslenskir útvegsmenn ákveðið að hafa hótun Norðmanna að engu. Hægt er að horfa á fréttina úr fréttum Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×