Innlent

Niðurstaða EFTA kemur á óvart

Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, segir að sú niðurstaða Eftirlitsstofnunar EFTA, að samþykkja að Íbúðalánasjóður fái að hækka lánshlutfall vegna íbúðakaupa upp í 90 prósent, komi mjög á óvart og þurfi nánari skýringa við. Aðspurður hvort hann hafi búist við að þetta yrði ekki samþykkt segir Guðjón svo vera, aðallega vegna hinnar gríðarlegu miklu hlutdeildar ríkisins á lánamarkaði í gegnum Íbúðalánasjóð sem sé einstök miðað við nágrannaríkin. Hann segist ekki geta svarað því strax hvort Samtök banka og verðbréfafyrirtækja muni áfrýja því þeir fái ekki úrskurðinn og forsendur hans fyrr en eftir þrjár vikur. Þá hafi þeir tvo mánuði til að ákveða það. Guðjón segir að með því að færa þennan markað til fjármálafyrirtækja landsins, eins og tíðkist alls staðar í kringum okkur, myndu kjörin ekki versna og reyndar halda áfram að batna til lengri tíma litið. Þess utan myndi þjónustuframboðið örugglega aukast verulega og því landsmönnum öllum í hag.       Hægt er að hlusta á viðtal við Guðjón úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×