Innlent

Búist við meiri vatnavöxtum

Ekki er búist við að flóðið í Jökulsá á Dal í kvöld verði mikið meira en var í gærkvöldi, en þá komst rennslið í 830 rúmmetra. Á morgun er hins vegar búist við meiri vatnavöxtum, en því er spáð að þeir verði ekki meiri en þegar mest var í síðustu viku, en þá var rennslið um 900 rúmmetrar. Engar skemmdir urðu á mannvirkjum eystra í gærkvöldi og var hægt að sinna steypuvinnu í skjóli varnarstíflunnar eins og ekkert væri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×