Innlent

Skilur að Íslendingar sæki ekki um

Sjávarútvegsráðherra Bretlands hefur fullan skilning á því að Íslendingar vilji ekki sækja um aðild að Evrópusambandinu meðan núverandi fiskveiðistefna sé við lýði. Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands er í heimsókn hér á landi, ásamt sendinefnd. Hann átti í dag fund með Árna Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, og sagði eftir þann fund að þeir væru fyrst og fremst komnir hingað til að læra af því hvernig Íslendingar varðveittu fiskimið sín. Ráðherrann sagði að gera þyrfti gagngerar breytingar á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins, og þá væri gott að hafa íslensku fyrirmyndina til hliðsjónar. Hann skildi vel að Íslendingar veigruðu sér við að sækja um aðild að ESB, með núverandi stefnu í sjávarútvegi. Hann segir Íslendinga standa framm fyrir umtalsverðum hindrunum hvað varður sjávarútveginn og umsókn um aðild. Hann vonast þó til að eftir því sem ESB stækki verði sameiginlegri fiskveiðistefnu bandalagsins breytt verulega þannig að auðveldara verði fyrir Íslendinga að sækja um aðild. Ben Bradshaw er ákafur hvalverndarsinni, og sagði að í þeim málum yrðu Bretar og Íslendingar að vera sammála um að vera ósammála.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×