Sport

Strákarnir eru komnir til Aþenu

Íslenska handboltalandsliðið er komið til Aþenu þar sem „strákarnir okkar“ hefja leik gegn heimsmeisturum Króata á laugardaginn. Það er mjög heitt í Aþenu og því munu þeir nota dagana fram að leik til að venjast loftslaginu. Íþróttafólk allstaðar að úr heiminum streymir nú til Aþenuborgar þar sem Ólympíuleikarnir verða settir með mikilli viðhöfn á föstudagskvöldið. Fréttablaðið er með sína menn á staðnum sem koma til með að senda fréttir heim af gangi mála en þetta er í fyrsta sinn í 12 ár sem íslenska handboltalandsliðið er með á leikunum. Hér á myndinni sem fylgir með fréttinni má sjá þá Ásgeir Örn Hallgrímsson, Róbert Gunnarsson, Dag Sigurðsson, Jaliesky Garcia Padron, Róbert Sighvatsson, Guðmund Hrafnkelsson, Gylfa Gylfason og Roland Val Eradze slappa af á flugvellinum eftir komuna til Aþenuborgar í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×