Innlent

Leit hætt en fylgst með rekaldi

Umfangsmikilli leit 130 björgunarsveitarmanna að líkinu af Sri Ramawati á landi og sjó, lauk í gærkvöldi án áranagurs en fyrr um kvöldið köfuðu kafarar lögreglunnar. Fyrrverandi sambýlismaður hennar játaði í gær að hafa ráðið henni bana á heimili sínu, en í fyrradag vísaði hann á staðinn á Kjarnesi, þar sem hann varpaði líki hennar í sjóinn. Sterkir hafstraumar eru á því svæði sem gætu hafa borið líkið langt. Því ætla björgunarmenn að setja út rekald við Kjalarnesið með morgninum og fylgjast með því af björgunarskipi í allan dag og skrá rek þess. Frekari ákvarðanir um leit verða svo teknar í ljósi þess



Fleiri fréttir

Sjá meira


×