Hreyfing á menntamálum geðsjúkra 29. júlí 2004 00:01 Hreyfing virðist vera komin á menntamál geðsjúkra, að sögn Helga Jósefssonar forstöðumanns samstarfsverkefnis Fjölmenntar og Geðhjálpar. Hann hefur verið boðaður á fund í menntamálaráðuneytinu í dag. Er þess vænst að eftir þann fund verði hægt að tilkynna þeim 115 einstaklingum sem sótt hafa um, að þeir geti haldið áfram námi sínu á næstu önn. Helgi á von á 30 - 40 umsóknum til viðbótar ef skólanum verður gert kleyft að starfa áfram í haust. Skólinn hefur verið í lausu lofti síðan í maí, þegar segja varð upp öllum kennurum og starfsfólki, þar sem fjárveitingar fyrir næsta skólaár lágu ekki fyrir að hálfu stjórnvalda. Á annað hundrað manns hafa því beðið í óvissu í þrjá mánuði. Þóra Kristín Vilhjálmsdóttir, sem stundað hefur nám í skólanum sagði í blaðinu í gær, að skólinn hefði gjörbreytt lífi sínu. Þóra Kristín er með geðhvarfasýki, sem veldur þunglyndi. Hún kvaðst að mestu laus við einkennin eftir að hún hóf skólanám. Að sögn Helga hefur skólinn verið starfræktur í þrjár annir. Námið er byggt upp þannig, að það sé hagnýtt. Til dæmis getur fólk lagt stund á ensku, dönsku, stærðfræði, bókfærslu og tölvunotkun. Fjölmennt er í samstarfi við Fjölbrautaskólann í Ármúla, sem býður fólkinu upp á fjarnám. "Margir hafa náð tökum á sínu lífi í náminu," sagði Helgi. "Ég hef dæmi af einstaklingi sem sótti fyrstu tvær annirnar, fór síðan í framhaldsskóla og lauk þar prófum í vor með miklum glæsibrag. Þessi einstaklingur var búinn að vera veikur í 15 ár. Ég hef fleiri ámóta dæmi á takteinum." Þegar farið var af stað með námsverkefnið, var ákveðið að það yrði einingabært ef fólk hefði heilsu og löngun til. Þá hefði verið gerður samningur við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Ólafur Sigurbjörnsson aðstoðarskólameistari vildi síðan stíga skrefið til fulls, með því að bjóða þessu fólki upp á fjarnám. Allnokkrir hafa tekið áfanga í Ármúla í tungumálum, stærðfræði og sálfræði, svo dæmi séu nefnd. Helgi sagði, að námsverkefnið væri með faglegan bakhóp, sem skipaður væri yfirlækni geðsviðs Landspítala, félagsráðgjafa frá Kleppi, sálfræðingi frá Grensásdeild og geðhjúkrunarfræðingi frá Rauða krossinum. Til þessa hóps væri hægt að leita ef upp kæmu spurningar. Fréttir Innlent Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Hreyfing virðist vera komin á menntamál geðsjúkra, að sögn Helga Jósefssonar forstöðumanns samstarfsverkefnis Fjölmenntar og Geðhjálpar. Hann hefur verið boðaður á fund í menntamálaráðuneytinu í dag. Er þess vænst að eftir þann fund verði hægt að tilkynna þeim 115 einstaklingum sem sótt hafa um, að þeir geti haldið áfram námi sínu á næstu önn. Helgi á von á 30 - 40 umsóknum til viðbótar ef skólanum verður gert kleyft að starfa áfram í haust. Skólinn hefur verið í lausu lofti síðan í maí, þegar segja varð upp öllum kennurum og starfsfólki, þar sem fjárveitingar fyrir næsta skólaár lágu ekki fyrir að hálfu stjórnvalda. Á annað hundrað manns hafa því beðið í óvissu í þrjá mánuði. Þóra Kristín Vilhjálmsdóttir, sem stundað hefur nám í skólanum sagði í blaðinu í gær, að skólinn hefði gjörbreytt lífi sínu. Þóra Kristín er með geðhvarfasýki, sem veldur þunglyndi. Hún kvaðst að mestu laus við einkennin eftir að hún hóf skólanám. Að sögn Helga hefur skólinn verið starfræktur í þrjár annir. Námið er byggt upp þannig, að það sé hagnýtt. Til dæmis getur fólk lagt stund á ensku, dönsku, stærðfræði, bókfærslu og tölvunotkun. Fjölmennt er í samstarfi við Fjölbrautaskólann í Ármúla, sem býður fólkinu upp á fjarnám. "Margir hafa náð tökum á sínu lífi í náminu," sagði Helgi. "Ég hef dæmi af einstaklingi sem sótti fyrstu tvær annirnar, fór síðan í framhaldsskóla og lauk þar prófum í vor með miklum glæsibrag. Þessi einstaklingur var búinn að vera veikur í 15 ár. Ég hef fleiri ámóta dæmi á takteinum." Þegar farið var af stað með námsverkefnið, var ákveðið að það yrði einingabært ef fólk hefði heilsu og löngun til. Þá hefði verið gerður samningur við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Ólafur Sigurbjörnsson aðstoðarskólameistari vildi síðan stíga skrefið til fulls, með því að bjóða þessu fólki upp á fjarnám. Allnokkrir hafa tekið áfanga í Ármúla í tungumálum, stærðfræði og sálfræði, svo dæmi séu nefnd. Helgi sagði, að námsverkefnið væri með faglegan bakhóp, sem skipaður væri yfirlækni geðsviðs Landspítala, félagsráðgjafa frá Kleppi, sálfræðingi frá Grensásdeild og geðhjúkrunarfræðingi frá Rauða krossinum. Til þessa hóps væri hægt að leita ef upp kæmu spurningar.
Fréttir Innlent Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira