Skáksambandið berst fyrir Fischer 23. júlí 2004 00:01 Íslenska utanríkisráðuneytið hefur rætt við það japanska og komið á framfæri áhyggjum sínum af málefnum skáksnillingsins Bobbys Fischer, sem er í fangelsi í Japan. Skáksamband Íslands skoraði á Bush Bandaríkjaforseta í dag að veita honum sakaruppgjöf. Allir sem á annað borð voru komnir til vits árið 1972 muna eftir heimsmeistaraeinvíginu þar sem Bobby Fischer sigraði Boris Spasskí. Þar með komst Ísland á heimskortið í skáklistinni. Skáksnillingurinn Fischer situr nú í fangelsi í Japan, þar sem hann var handtekinn á leið til Filippseyja með útrunnið vegabréf. Yfirvöld í Japan hafa enn ekki tekið ákvörðun um hvort hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar á Fisher yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist fyrir að brjóta viðskiptabann við Júgóslavíu með því að tefla þar árið 1992. Hann hefur því ekki getað komið til heimalands síns í tólf ár. Íslenska utanríkisráðuneytið hefur þegar haft samband við það japanska og komið á framfæri áhyggjum sínum að sögn Björns Inga Hrafnssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra. Það sé þó alveg ljóst að að málið liggi algerlega á forræði Bandaríkjanna. Þá hefur verður haft samband við bandaríska sendiráðið í Tókýó til að sýna hversu mikils Fischer sé metinn hér á landi. Skáksamband Íslands afhenti í dag fulltrúa sendiherra Bandaríkjanna áskorun til George Bush Bandaríkjaforseta um að náða Bobby Fischer. Aðspurð hvenær búist sé við svörum segir Guðfríður L. Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, að ekki sé gott að segja til um það. Hrafn Jökulsson, varaforseti sambandsins, segist vænta þess að áskorunin verði á borði Bandaríkjaforseta í fyrramálið og ákvörðunin liggi fyrir á mánudaginn. Þær fréttir sem berast af heilsu Fischers eru óljósar en hann er ekki heill á geði og ekki verið síðustu ár. Guðfríður segi hann fyrst og fremst þurfa hjálp. Hann hafi verið mikill skáksnillingur á sínum tíma og það sé harmleikur að nú sé svona komið fyrir honum. Aðspurð finnst Guðfríði koma til greina að veita Fischer pólitískt hæli hér á landi þótt kannski séu ekki allir á sama máli um það. sammála því 06 20 Fréttir Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Íslenska utanríkisráðuneytið hefur rætt við það japanska og komið á framfæri áhyggjum sínum af málefnum skáksnillingsins Bobbys Fischer, sem er í fangelsi í Japan. Skáksamband Íslands skoraði á Bush Bandaríkjaforseta í dag að veita honum sakaruppgjöf. Allir sem á annað borð voru komnir til vits árið 1972 muna eftir heimsmeistaraeinvíginu þar sem Bobby Fischer sigraði Boris Spasskí. Þar með komst Ísland á heimskortið í skáklistinni. Skáksnillingurinn Fischer situr nú í fangelsi í Japan, þar sem hann var handtekinn á leið til Filippseyja með útrunnið vegabréf. Yfirvöld í Japan hafa enn ekki tekið ákvörðun um hvort hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar á Fisher yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist fyrir að brjóta viðskiptabann við Júgóslavíu með því að tefla þar árið 1992. Hann hefur því ekki getað komið til heimalands síns í tólf ár. Íslenska utanríkisráðuneytið hefur þegar haft samband við það japanska og komið á framfæri áhyggjum sínum að sögn Björns Inga Hrafnssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra. Það sé þó alveg ljóst að að málið liggi algerlega á forræði Bandaríkjanna. Þá hefur verður haft samband við bandaríska sendiráðið í Tókýó til að sýna hversu mikils Fischer sé metinn hér á landi. Skáksamband Íslands afhenti í dag fulltrúa sendiherra Bandaríkjanna áskorun til George Bush Bandaríkjaforseta um að náða Bobby Fischer. Aðspurð hvenær búist sé við svörum segir Guðfríður L. Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, að ekki sé gott að segja til um það. Hrafn Jökulsson, varaforseti sambandsins, segist vænta þess að áskorunin verði á borði Bandaríkjaforseta í fyrramálið og ákvörðunin liggi fyrir á mánudaginn. Þær fréttir sem berast af heilsu Fischers eru óljósar en hann er ekki heill á geði og ekki verið síðustu ár. Guðfríður segi hann fyrst og fremst þurfa hjálp. Hann hafi verið mikill skáksnillingur á sínum tíma og það sé harmleikur að nú sé svona komið fyrir honum. Aðspurð finnst Guðfríði koma til greina að veita Fischer pólitískt hæli hér á landi þótt kannski séu ekki allir á sama máli um það. sammála því 06 20
Fréttir Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira