Langur biðtími á slysadeild 23. júlí 2004 00:01 "Ég hef starfað hér í mörg ár og að undanförnu hefur álagið verið með almesta móti," segir Ólafur R. Ingimarsson, læknir á bráða- og slysadeild Landspítala- háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Biðtími fólks sem þangað sækir með eymsl og meiðsl er með lengsta móti og ekki óvenjulegt að bíða þurfi í allt að fjórar klukkustundir þegar verst lætur. Ólafur segir að fyrir komi að starfsfólkið sé að fram á nætur til að sinna öllum þeim sem óska aðstoðar. "Aðsóknin er óvenju mikil og þar fyrir utan er deildin undirmönnuð þannig að eitthvað verður undan að láta. Það starfa færri á deildinni á sumrin en á veturna þrátt fyrir að álagið sé að öllu jöfnu mun meira á sumrin. Það skýrist að hluta til af erlendum ferðamönnum en talsverður fjöldi þeirra þarf að koma hingað vegna slysa." Margir hafa orðið til að gagnrýna þennan langa biðtíma og hefur Fréttablaðið heimildir um tvö atvik þar sem tveimur börnum sem bæði voru með beinbrot var gert að bíða í þrjá tíma í biðstofu spítalans eftir lækni. Þrátt fyrir að börn geti fengið að bíða á sérstakri stofu þar sem leikföng og annað slíkt er í boði fer eðlilega lítið fyrir áhuga á slíku ef sár verkur er fyrir hendi. Unnið er eftir ákveðnu forgangskerfi á bráða- og slysadeild. Þannig skoðar læknir strax alla þá sem koma eftir alvarleg slys eða hjartáföll. Næst koma þeir sem hafa nýleg sár eða mikla verki og er reglan sú að reyna að hleypa þeim að innan 40 mínútna. Börn eru yfirleitt sett í þennan flokk. Síðast skoðar læknir þá sem vilja skoðun vegna gamalla áverka eða annarra minniháttar vandamála Á bráða- og slysadeildinni eru aðeins 17 skoðunarrými og á álagstímum er fólki gjarnan gert að bíða á göngum eða innri biðstofum. Engin sérstök bakvakt er fyrir deildina og er aldrei kallað út aukafólk nema brýna nauðsyn beri til eins og þegar um hópslys af einhverju tagi er að ræða. Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
"Ég hef starfað hér í mörg ár og að undanförnu hefur álagið verið með almesta móti," segir Ólafur R. Ingimarsson, læknir á bráða- og slysadeild Landspítala- háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Biðtími fólks sem þangað sækir með eymsl og meiðsl er með lengsta móti og ekki óvenjulegt að bíða þurfi í allt að fjórar klukkustundir þegar verst lætur. Ólafur segir að fyrir komi að starfsfólkið sé að fram á nætur til að sinna öllum þeim sem óska aðstoðar. "Aðsóknin er óvenju mikil og þar fyrir utan er deildin undirmönnuð þannig að eitthvað verður undan að láta. Það starfa færri á deildinni á sumrin en á veturna þrátt fyrir að álagið sé að öllu jöfnu mun meira á sumrin. Það skýrist að hluta til af erlendum ferðamönnum en talsverður fjöldi þeirra þarf að koma hingað vegna slysa." Margir hafa orðið til að gagnrýna þennan langa biðtíma og hefur Fréttablaðið heimildir um tvö atvik þar sem tveimur börnum sem bæði voru með beinbrot var gert að bíða í þrjá tíma í biðstofu spítalans eftir lækni. Þrátt fyrir að börn geti fengið að bíða á sérstakri stofu þar sem leikföng og annað slíkt er í boði fer eðlilega lítið fyrir áhuga á slíku ef sár verkur er fyrir hendi. Unnið er eftir ákveðnu forgangskerfi á bráða- og slysadeild. Þannig skoðar læknir strax alla þá sem koma eftir alvarleg slys eða hjartáföll. Næst koma þeir sem hafa nýleg sár eða mikla verki og er reglan sú að reyna að hleypa þeim að innan 40 mínútna. Börn eru yfirleitt sett í þennan flokk. Síðast skoðar læknir þá sem vilja skoðun vegna gamalla áverka eða annarra minniháttar vandamála Á bráða- og slysadeildinni eru aðeins 17 skoðunarrými og á álagstímum er fólki gjarnan gert að bíða á göngum eða innri biðstofum. Engin sérstök bakvakt er fyrir deildina og er aldrei kallað út aukafólk nema brýna nauðsyn beri til eins og þegar um hópslys af einhverju tagi er að ræða.
Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira