5 ára fangelsi fyrir e-töflu smygl 23. júlí 2004 00:01 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag 26 ára konu í fimm ára fangelsi fyrir að reyna að smygla rúmlega 5 þúsund e-töflum inn í landið. Konan, sem heitir Fanta Sillah og er frá Afríkuríkinu Síerra Leóne, var stöðvuð í Leifsstöð þann 10. júní sl. og fundust töflurnar í bakpoka hennar. Konan neitaði sök og sagðist ekki vita hvernig fíkniefnin hefðu komist í farangur sinn en fjölskipaður héraðsdómur taldi það hafið yfir allan skynsamlegan vafa að konan hafi vitað að e-töflurnar voru falin í bakpoka hennar. Hin dæmda er komin um 7 mánuði á leið og var flutt á sjúkrahús í gærkvöldi vegna erfiðleika sem fylgt hafa meðgöngunni. Í niðurstöðum dómsins segir að ekkert liggi fyrir um það að konan hafi ætlað að taka þátt í sölu og dreifingu fíkniefnanna á Íslandi með öðrum hætti en þeim að flytja þau til landsins. Refsing sé því miðuð við að hún hafi verið að þjóna hagsmunum annarra brotamanna sem burðardýr. Þá segir að við ákvörðun refsingar þyki einnig mega líta til þess að ekkert liggur fyrir um að konan hafi áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Á hinn bóginn verði ekki litið framhjá eðli og alvarleika brotsins, um umtalsvert magn af mjög hættulegum fíkniefnum sé að ræða og konan eigi sér engar málsbætur. Fanta Sillah var að koma frá Frakklandi en ferðaðist til Íslands á hollensku vegabréfi. Hún er með skráð heimili í Hollandi ásamt kærasta sínum og tæplega fimm ára barni sem hefur verið komið fyrir í umsjá hollenskra barnaverndaryfirvalda. Samkvæmt upplýsingum frá Interpol er hún ekki á sakaskrá þar í landi. Sillah greindi frá því við yfirheyrslur að hún væri vændiskona og samkvæmt upplýsingum frá lækni í Hollandi hefur hún tvívegis farið í fóstureyðingu þar. Eins og áður segir er hún nú barnshafandi og á von á sér í október. Til frádráttar fimm ára fangelsinu koma 43 dagar sem hún hefur setið í gæsluvarðhaldi. Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag 26 ára konu í fimm ára fangelsi fyrir að reyna að smygla rúmlega 5 þúsund e-töflum inn í landið. Konan, sem heitir Fanta Sillah og er frá Afríkuríkinu Síerra Leóne, var stöðvuð í Leifsstöð þann 10. júní sl. og fundust töflurnar í bakpoka hennar. Konan neitaði sök og sagðist ekki vita hvernig fíkniefnin hefðu komist í farangur sinn en fjölskipaður héraðsdómur taldi það hafið yfir allan skynsamlegan vafa að konan hafi vitað að e-töflurnar voru falin í bakpoka hennar. Hin dæmda er komin um 7 mánuði á leið og var flutt á sjúkrahús í gærkvöldi vegna erfiðleika sem fylgt hafa meðgöngunni. Í niðurstöðum dómsins segir að ekkert liggi fyrir um það að konan hafi ætlað að taka þátt í sölu og dreifingu fíkniefnanna á Íslandi með öðrum hætti en þeim að flytja þau til landsins. Refsing sé því miðuð við að hún hafi verið að þjóna hagsmunum annarra brotamanna sem burðardýr. Þá segir að við ákvörðun refsingar þyki einnig mega líta til þess að ekkert liggur fyrir um að konan hafi áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Á hinn bóginn verði ekki litið framhjá eðli og alvarleika brotsins, um umtalsvert magn af mjög hættulegum fíkniefnum sé að ræða og konan eigi sér engar málsbætur. Fanta Sillah var að koma frá Frakklandi en ferðaðist til Íslands á hollensku vegabréfi. Hún er með skráð heimili í Hollandi ásamt kærasta sínum og tæplega fimm ára barni sem hefur verið komið fyrir í umsjá hollenskra barnaverndaryfirvalda. Samkvæmt upplýsingum frá Interpol er hún ekki á sakaskrá þar í landi. Sillah greindi frá því við yfirheyrslur að hún væri vændiskona og samkvæmt upplýsingum frá lækni í Hollandi hefur hún tvívegis farið í fóstureyðingu þar. Eins og áður segir er hún nú barnshafandi og á von á sér í október. Til frádráttar fimm ára fangelsinu koma 43 dagar sem hún hefur setið í gæsluvarðhaldi.
Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira