Léttar veitingar í boði alla daga 22. júlí 2004 00:01 Te & kaffi fagnar í dag 20 ára afmæli með opnun kaffihúss á Laugavegi 24, þar sem gamla hljómplötudeild Fálkans var til húsa. "Við opnum í dag með pompi og pragt," segir Berglind Guðbrandsdóttir, annar stofnenda fyritækisins, en það voru hún og Sigmundur Dýrfjörð sem opnuðu fyrsta íslenska expressobarinn í bakhúsi við Laugaveg árið1986. "Nú erum við eingöngu að flytja kaffihúsið, en búðin verður áfram á sama stað. Kaffihúsið var bara löngu sprungið," segir Berglind. "Við ætlum að opna klukkan hálf átta á morgnana og bjóða upp á fjölbreyttan morgunmat, léttan matseðil í hádeginu og hafa opið til níu á kvöldin svo fólk geti komið og fengið sér kvöldverð eftir vinnu. Þegar vel viðrar stillum við borðum út á stétt svo fólk geti setið úti og horft á mannlífið og þar getur fólk líka reykt því kaffihúsið er reyklaust." Fyrir utan opnun nýs kaffihúss eru ýmsar nýjungar á döfinni hjá Te & kaffi, eins og nýtt útlit og nýjar umbúðir á kaffi og tei, og svo stendur til að fara út í verslanirnar með vörur fyritækisins. "Þetta hefur gengið óskaplega vel frá upphafi," segir Berglind. "Okkur var strax vel tekið, en það verður að segjast eins og er að kaffi- og temenning var á frekar lágu plani hér þegar við byrjuðum. Það hefur breyst á undanförnum 20 árum og nú gera Íslendingar kröfur um gott hráefni og alvöru te og kaffi. Uppáhaldskaffið mitt ? Það er misjafnt frá degi til dags. Nú er það Panamakaffið en ég er alltaf að skipta," segir Berglind, sem tekur kaffið fram yfir teið Matur Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Te & kaffi fagnar í dag 20 ára afmæli með opnun kaffihúss á Laugavegi 24, þar sem gamla hljómplötudeild Fálkans var til húsa. "Við opnum í dag með pompi og pragt," segir Berglind Guðbrandsdóttir, annar stofnenda fyritækisins, en það voru hún og Sigmundur Dýrfjörð sem opnuðu fyrsta íslenska expressobarinn í bakhúsi við Laugaveg árið1986. "Nú erum við eingöngu að flytja kaffihúsið, en búðin verður áfram á sama stað. Kaffihúsið var bara löngu sprungið," segir Berglind. "Við ætlum að opna klukkan hálf átta á morgnana og bjóða upp á fjölbreyttan morgunmat, léttan matseðil í hádeginu og hafa opið til níu á kvöldin svo fólk geti komið og fengið sér kvöldverð eftir vinnu. Þegar vel viðrar stillum við borðum út á stétt svo fólk geti setið úti og horft á mannlífið og þar getur fólk líka reykt því kaffihúsið er reyklaust." Fyrir utan opnun nýs kaffihúss eru ýmsar nýjungar á döfinni hjá Te & kaffi, eins og nýtt útlit og nýjar umbúðir á kaffi og tei, og svo stendur til að fara út í verslanirnar með vörur fyritækisins. "Þetta hefur gengið óskaplega vel frá upphafi," segir Berglind. "Okkur var strax vel tekið, en það verður að segjast eins og er að kaffi- og temenning var á frekar lágu plani hér þegar við byrjuðum. Það hefur breyst á undanförnum 20 árum og nú gera Íslendingar kröfur um gott hráefni og alvöru te og kaffi. Uppáhaldskaffið mitt ? Það er misjafnt frá degi til dags. Nú er það Panamakaffið en ég er alltaf að skipta," segir Berglind, sem tekur kaffið fram yfir teið
Matur Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira