Unga fólkið fer til Eyja 21. júlí 2004 00:01 Straumurinn um verslunarmannahelgina virðist helst liggja til Eyja að sögn starfsmanns Flugfélags Íslands. Einnig mikið bókað til Akureyrar og Egilsstaða. Undirbúningur fjölda útihátíða um allt land stendur sem hæst. "Engin óveðursský sjáanleg," segir veðurfræðingur. "Unga fólkið fer til Eyja og við bókum langmest þangað," segir Anna María Káradóttir, þjónustufulltrúi hjá Flugfélagi Íslands. Að sögn Önnu Maríu býður Flugfélag Íslands í ár upp á pakkaferðir á Þjóðhátíð. "Það þurfti að bæta við vélum vegna mikillar aðsóknar," segir Anna María. "Í fyrra var ekki boðið upp á pakkaferðir þannig að aðsóknin í flug var ekki eins mikil." Anna María telur um 450 sæti í boði til Eyja á föstudeginum og svipað heim á mánudag. Enn eru til laus sæti. Þá er uppselt í allar ferðir með Herjólfi til Eyja fimmtudag og föstudag og til baka mánudag. Bætt hefur verið við næturferð aðfaranótt föstudags og eru ennþá til óseldir miðar. Að sögn starfsmanns Landflutninga sem rætt var við í gær er meiri skriður á miðasölunni nú en á síðasta ári. Anna María segir einnig nokkra eftirspurn eftir flugmiðum til Akureyrar og Egilsstaða um verslunarmannahelgina. "Þetta er ekkert áberandi mikið en samt eitthvað sem maður tekur eftir," segir Anna María. "Þetta er fjórða árið í röð sem hátíðin er haldin og hún er komin í mjög fastar og öruggar skorður," segir Bragi Bergmann, einn Vina Akureyrar sem skipuleggja Eina með öllu. "Það hjálpar hátíðum að vera fastir liðir auk þess sem hátíðin hefur verið að hlaða utan á sig ár frá ári. Það er ekkert sem bendir til annars en að það haldi áfram." Tólf til fjórtán þúsund manns eru taldir hafa sótt viðburði Einnar með öllu í fyrrasumar. Aðstandendur hátíðarinnar vonast að minnsta kosti eftir öðru eins í ár. Um hundrað miðar höfðu verið seldir í forsölu á Bindindismótið í Galtalækjarskógi í gær og fer salan hraðar af stað en í fyrra að sögn Aðalsteins Gunnarssonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Á áttunda þúsund gestir voru í Galtalæk á síðasta ári og á Aðalsteinn von á svipuðum fjölda í ár. "Tilgangur hátíðarinnar er að gefa fólki tækifæri til þess að skemmta sér saman í vímulausu umhverfi," segir Aðalsteinn en um fimmhundruð sjálfboðaliðar munu vinna við hátíðina. "Það er aldrei á vísan að róa," segir Theódór Júlíusson, framkvæmdastjóri Síldarævintýris á Siglufirði, sem segir erfitt að spá fyrir um gestafjölda á hátíðinni. "Þetta fer alltaf mjög mikið eftir veðri," segir Theódór. "Það er ákveðið fólk sem kemur alltaf en við getum aldrei vitað hversu margir koma. Það er hlutur sem verður að koma í ljós þegar helgin rennur upp." "Það er ekki að sjá nein óveðurský í kortunum og gildir þar einu hvar verið er á landinu," segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur. Hann telur að öðru leyti ekki tímabært að slá neinu föstu um verslunarmannahelgarveðrið þar til spárnar skýrast frekar. "Forsala gengur vel og bókanir eru mjög öflugar, bæði í flug og í skipið," segir Páll Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV, sem stendur að skipulagningu Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum. "Við erum vissir um fjölmennari hátíð en á síðasta ári. Þá voru sjö til átta þúsund manns á Þjóðhátíð." Fjöldi útihátíða verður að venju haldinn um verslunarmannahelgina, dagana 31. júlí til 2. ágúst. Fréttir Innlent Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Straumurinn um verslunarmannahelgina virðist helst liggja til Eyja að sögn starfsmanns Flugfélags Íslands. Einnig mikið bókað til Akureyrar og Egilsstaða. Undirbúningur fjölda útihátíða um allt land stendur sem hæst. "Engin óveðursský sjáanleg," segir veðurfræðingur. "Unga fólkið fer til Eyja og við bókum langmest þangað," segir Anna María Káradóttir, þjónustufulltrúi hjá Flugfélagi Íslands. Að sögn Önnu Maríu býður Flugfélag Íslands í ár upp á pakkaferðir á Þjóðhátíð. "Það þurfti að bæta við vélum vegna mikillar aðsóknar," segir Anna María. "Í fyrra var ekki boðið upp á pakkaferðir þannig að aðsóknin í flug var ekki eins mikil." Anna María telur um 450 sæti í boði til Eyja á föstudeginum og svipað heim á mánudag. Enn eru til laus sæti. Þá er uppselt í allar ferðir með Herjólfi til Eyja fimmtudag og föstudag og til baka mánudag. Bætt hefur verið við næturferð aðfaranótt föstudags og eru ennþá til óseldir miðar. Að sögn starfsmanns Landflutninga sem rætt var við í gær er meiri skriður á miðasölunni nú en á síðasta ári. Anna María segir einnig nokkra eftirspurn eftir flugmiðum til Akureyrar og Egilsstaða um verslunarmannahelgina. "Þetta er ekkert áberandi mikið en samt eitthvað sem maður tekur eftir," segir Anna María. "Þetta er fjórða árið í röð sem hátíðin er haldin og hún er komin í mjög fastar og öruggar skorður," segir Bragi Bergmann, einn Vina Akureyrar sem skipuleggja Eina með öllu. "Það hjálpar hátíðum að vera fastir liðir auk þess sem hátíðin hefur verið að hlaða utan á sig ár frá ári. Það er ekkert sem bendir til annars en að það haldi áfram." Tólf til fjórtán þúsund manns eru taldir hafa sótt viðburði Einnar með öllu í fyrrasumar. Aðstandendur hátíðarinnar vonast að minnsta kosti eftir öðru eins í ár. Um hundrað miðar höfðu verið seldir í forsölu á Bindindismótið í Galtalækjarskógi í gær og fer salan hraðar af stað en í fyrra að sögn Aðalsteins Gunnarssonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Á áttunda þúsund gestir voru í Galtalæk á síðasta ári og á Aðalsteinn von á svipuðum fjölda í ár. "Tilgangur hátíðarinnar er að gefa fólki tækifæri til þess að skemmta sér saman í vímulausu umhverfi," segir Aðalsteinn en um fimmhundruð sjálfboðaliðar munu vinna við hátíðina. "Það er aldrei á vísan að róa," segir Theódór Júlíusson, framkvæmdastjóri Síldarævintýris á Siglufirði, sem segir erfitt að spá fyrir um gestafjölda á hátíðinni. "Þetta fer alltaf mjög mikið eftir veðri," segir Theódór. "Það er ákveðið fólk sem kemur alltaf en við getum aldrei vitað hversu margir koma. Það er hlutur sem verður að koma í ljós þegar helgin rennur upp." "Það er ekki að sjá nein óveðurský í kortunum og gildir þar einu hvar verið er á landinu," segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur. Hann telur að öðru leyti ekki tímabært að slá neinu föstu um verslunarmannahelgarveðrið þar til spárnar skýrast frekar. "Forsala gengur vel og bókanir eru mjög öflugar, bæði í flug og í skipið," segir Páll Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV, sem stendur að skipulagningu Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum. "Við erum vissir um fjölmennari hátíð en á síðasta ári. Þá voru sjö til átta þúsund manns á Þjóðhátíð." Fjöldi útihátíða verður að venju haldinn um verslunarmannahelgina, dagana 31. júlí til 2. ágúst.
Fréttir Innlent Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira