Innlent

Leita sátta

Mér finnst virðingarvert að ríkisstjórnin skuli reyna að leita sátta um fjölmiðlafrumvarpið," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, um afturköllun ríkisstjórnarinnar á fjölmiðlalögunum. Hann segir að eftir fárviðrið standi að forseti Íslands hafi sýnt að hann sé hollur vinum sínum. Hann hafi neitað að staðfesta fjölmiðlalög sem kosningastjóri hans, Sigurður G. Guðjónsson, taldi beint gegn Norðurljósum. "Í sextíu ára sögu lýðveldisins hefur það ekki gerst áður, þetta tilefni var alltof lítið til að efna til þeirra kreppu sem við höfum nú staðið frammi fyrir."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×