Samruni Sony og BMG fær grænt ljós 20. júlí 2004 00:01 Evrópusambandið gaf fyrirhuguðum samruna plöturisanna Sony og BMG grænt ljós í gær. Þegar fyrirtækin sameinast munu fjórir plöturisar ráða yfir um 75% markaðsins, hið nýja fyrirtæki mun sjálft eiga um 25,2% af heimsmarkaðnum. Evrópusambandið setti fyrirtækjunum engin skilyrði við samþykkt samrunans. Talsmenn þess lýstu þó yfir áhyggjum sínum á því að þetta gæti leitt í för með sér hækkun geisladiskaverðs og minnkun á valmöguleikum fyrir viðskiptavini. Fyrst var tilkynnt um fyrirhugaðan samruna fyrirtækjanna í nóvember í fyrra, en vöxtur tónlistarmarkaðarins hefur farið hnignandi eftir því sem frjáls skipti á tónlist yfir netið hefur aukist. Sony er japanskt fyrirtæki en Bertelsmann (BMG) þýskt. Sony var næststærst en BMG minnsti plöturisinn af fimm. Við samrunann verður hið nýja fyrirtæki nánast jafn stórt og Universal-útgáfan sem á 25,9% markaðarins. Nýja fyrirtækið kemur til með að heita Sony BMG, og verða aðalstöðvar þess í New York. "Við erum mjög ánægðir yfir því að Evrópusambandið skuli viðurkenna að samruni Sony og BMG sé við hæfi og mikilvægt svar við því sem er að gerast á markaðnum," segir Alex Lack, formaður Sony Music Entertainment og verðandi forstjóri nýja fyrirtækisins. Í fyrra reyndi EMI, þriðja stærsta plötuútgáfa heims, að kaupa Warner Music sem er það fjórða stærsta. Fyrirhugaður samruni fyrirtækjanna hefur þó mætt nokkurri andstöðu í Bandaríkjunum en þó er búist við samþykki þaðan á næstu dögum. Dagblaðið The Financial Times greindi frá því að hið nýja fyrirtæki ætlaði sér að segja um 2.000 starfsmönnum sínum upp, gangi samruninn eftir. Lífið Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Evrópusambandið gaf fyrirhuguðum samruna plöturisanna Sony og BMG grænt ljós í gær. Þegar fyrirtækin sameinast munu fjórir plöturisar ráða yfir um 75% markaðsins, hið nýja fyrirtæki mun sjálft eiga um 25,2% af heimsmarkaðnum. Evrópusambandið setti fyrirtækjunum engin skilyrði við samþykkt samrunans. Talsmenn þess lýstu þó yfir áhyggjum sínum á því að þetta gæti leitt í för með sér hækkun geisladiskaverðs og minnkun á valmöguleikum fyrir viðskiptavini. Fyrst var tilkynnt um fyrirhugaðan samruna fyrirtækjanna í nóvember í fyrra, en vöxtur tónlistarmarkaðarins hefur farið hnignandi eftir því sem frjáls skipti á tónlist yfir netið hefur aukist. Sony er japanskt fyrirtæki en Bertelsmann (BMG) þýskt. Sony var næststærst en BMG minnsti plöturisinn af fimm. Við samrunann verður hið nýja fyrirtæki nánast jafn stórt og Universal-útgáfan sem á 25,9% markaðarins. Nýja fyrirtækið kemur til með að heita Sony BMG, og verða aðalstöðvar þess í New York. "Við erum mjög ánægðir yfir því að Evrópusambandið skuli viðurkenna að samruni Sony og BMG sé við hæfi og mikilvægt svar við því sem er að gerast á markaðnum," segir Alex Lack, formaður Sony Music Entertainment og verðandi forstjóri nýja fyrirtækisins. Í fyrra reyndi EMI, þriðja stærsta plötuútgáfa heims, að kaupa Warner Music sem er það fjórða stærsta. Fyrirhugaður samruni fyrirtækjanna hefur þó mætt nokkurri andstöðu í Bandaríkjunum en þó er búist við samþykki þaðan á næstu dögum. Dagblaðið The Financial Times greindi frá því að hið nýja fyrirtæki ætlaði sér að segja um 2.000 starfsmönnum sínum upp, gangi samruninn eftir.
Lífið Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira