Innlent

Eldur í rafstöðinni slökktur

Eldurinn sem kviknaði í gömlu rafstöðinni í Elliðaárdalnum á 3. tímanum í dag hefur verið slökktur. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á vettvang og tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins. Eldurinn kviknaði í klæðningu í Turnbyggingu við rafstöðina, sem notuð hefur verið sem geymsla. Slökkviliðsmenn rifu klæðninguna niður til að komast að eldinum og gekk greiðlega að slökkva hann í kjölfarið. Orsök eldsins er ókunn, en þó er ljóst að ekki kviknaði í út frá rafmagni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×