Mesta framþróun í áratug 18. júlí 2004 00:01 Tillaga um að halda áfram vinnu í átt að samkomulagi um hvalveiðar í atvinnuskyni verður lögð fyrir Alþjóðahvalveiðiráðið á þriðjudag. Formaður sendinefndar Íslands segir meiri framþróun í málinu síðustu tíu mánuði en áratuginn þar á undan. Stefán gerir sér vonir um að tillaga formanns ráðsins, Danans Henrik Fischer, um að unnið verði áfram í átt að samkomulagi um hvalveiðar í atvinnuskyni, verði samþykkt í ráðinu. Tillaga Fischer var unnin upp úr vinnu hóps ríkja sem vilja ná fram málamiðlun um veiðarnar og átti Stefán sæti í hópnum fyrir Íslands hönd. "Þetta var tiltölulega þröngur hópur sem vann að þessum málum," segir Stefán. "Núna stendur hins vegar til að leggja þetta í almenna umræðu í ráðinu í heild sinni." Samþykki ráðið áframhaldandi vinnu að málamiðlun er hugsanlegt að á næsta ári verði lögð fram tillaga að því að banni við hvalveiðum í atvinnuskyni verði aflétt. "Í millitíðinni bíður þó mikil vinna, meðal annars við að afla stuðnings við slíkt samkomulag," segir Stefán en aukinn meirihluta þarf í ráðinu til þess að banninu verði hnekkt. "Þetta eru skref í átt að því sem við viljum," segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra. "Við þurfum þó að gera málamiðlanir og sætta okkur við strangara eftirlit auk þess að hægar verði farið í sakirnar en við hefðum kosið. Ef þetta endar þó með því að veiðibanninu verði lyft má segja að það sé þess virði fyrir okkur að gefa eitthvað eftir. Þess vegna erum við tilbúin að samþykkja þessa tillögu sem lögð verður fram á þriðjudaginn." Árni er nokkuð bjartsýnn á að tillagan verði samþykkt. "Ég vona að það sé nógu mikill vilji til þess að leysa málið," segir Árni. "Þá gefst líka tími til þess að vinna að því að ná auknum meirihluta sem þyrfti kæmi þetta endanlega til atkvæðagreiðslu á næsta ári." "Síðustu tíu mánuði hefur verið meiri framþróun í þessu máli en áratuginn þar á undan," segir Stefán Ásmundsson, formaður sendinefndar Íslands á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem hefst í Sorrento á Ítalíu í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Tillaga um að halda áfram vinnu í átt að samkomulagi um hvalveiðar í atvinnuskyni verður lögð fyrir Alþjóðahvalveiðiráðið á þriðjudag. Formaður sendinefndar Íslands segir meiri framþróun í málinu síðustu tíu mánuði en áratuginn þar á undan. Stefán gerir sér vonir um að tillaga formanns ráðsins, Danans Henrik Fischer, um að unnið verði áfram í átt að samkomulagi um hvalveiðar í atvinnuskyni, verði samþykkt í ráðinu. Tillaga Fischer var unnin upp úr vinnu hóps ríkja sem vilja ná fram málamiðlun um veiðarnar og átti Stefán sæti í hópnum fyrir Íslands hönd. "Þetta var tiltölulega þröngur hópur sem vann að þessum málum," segir Stefán. "Núna stendur hins vegar til að leggja þetta í almenna umræðu í ráðinu í heild sinni." Samþykki ráðið áframhaldandi vinnu að málamiðlun er hugsanlegt að á næsta ári verði lögð fram tillaga að því að banni við hvalveiðum í atvinnuskyni verði aflétt. "Í millitíðinni bíður þó mikil vinna, meðal annars við að afla stuðnings við slíkt samkomulag," segir Stefán en aukinn meirihluta þarf í ráðinu til þess að banninu verði hnekkt. "Þetta eru skref í átt að því sem við viljum," segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra. "Við þurfum þó að gera málamiðlanir og sætta okkur við strangara eftirlit auk þess að hægar verði farið í sakirnar en við hefðum kosið. Ef þetta endar þó með því að veiðibanninu verði lyft má segja að það sé þess virði fyrir okkur að gefa eitthvað eftir. Þess vegna erum við tilbúin að samþykkja þessa tillögu sem lögð verður fram á þriðjudaginn." Árni er nokkuð bjartsýnn á að tillagan verði samþykkt. "Ég vona að það sé nógu mikill vilji til þess að leysa málið," segir Árni. "Þá gefst líka tími til þess að vinna að því að ná auknum meirihluta sem þyrfti kæmi þetta endanlega til atkvæðagreiðslu á næsta ári." "Síðustu tíu mánuði hefur verið meiri framþróun í þessu máli en áratuginn þar á undan," segir Stefán Ásmundsson, formaður sendinefndar Íslands á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem hefst í Sorrento á Ítalíu í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent