Niðurstöður áratugsvinnu 18. júlí 2004 00:01 Formaður Alþjóða hvalveiðiráðsins leggur til að hvalveiðar í atvinnuskyni verði leyfðar á nýjan leik eftir tæplega tveggja áratuga hvalveiðibann á ársfundi ráðsins sem hefst í Sorrento á Ítalíu á morgun. Stefán Ásmundsson, formaður íslensku sendinefndarinnar í Alþjóða hvalveiðiráðinu, segir tillögurnar í raun vera niðurstöðu áratugsvinnu. Stefán segir að eftir að Daninn Henrik Fischer hafi tekið við formennsku í Alþjóða hvalveiðiráðinu á síðasta ári hafi hjólin farið að snúast í málinu. Hann hafi kallað saman fulltrúa ýmissa ríkja, þ.á m. Stefán, og sá hópur hafi byrjað að vinna af krafti í málinu. Stefán segir að á síðustu tíu mánuðum hafi orðið meiri framgangur í málinu en síðustu tíu árin þar á undan. Aðspurður með hvaða hætti þessar hvalveiðar yrðu segir Stefán að útreikningur kvóta myndi byggjast á niðurstöðum vísindanefdar hvalveiðiráðsins frá því fyrir um áratug. Drög að eftirlitskerfi lægju fyrir til að koma í veg fyrir að ekki yrði veitt umfram kvótann. Stefán leggur þó áherslu á að hann telur litlar líkur á að tillögurnar verði samþykktar á þessum fundi. Hann hefur hins vegar nokkra trú á að gengið verði frá samkomulaginu á ársfundinum á næsta ári eftir að vinnslu ýmissa smáatriða er lokið, þó ekkert sé öruggt í þessum efnum vegna andstöðu ýmissa ríkja við hvalveiðar í atvinnuskyni. Stefán segir þetta vera stærsta skrefið fram á við í mjög langan tíma innan Alþjóða hvalveiðiráðsins. Hann segir það ekki nokkrum vafa undirorpið að í húfi séu miklir hagsmunir fyrir Íslendinga. Þegar og ef tillögurnar verði samþykktar gætum við stundað hvalveiðar í atvinnuskyni samkvæmt stjórn ráðsins sem er vitanlega ekki jafn umdeilt og veiðar án samþykkis þess. Ársfundur Alþjóða hvalveiðiráðsins hefst, sem fyrr segir, á morgun og stendur fram á fimmtudag. Hægt er að hlusta á fréttina og viðtal við Stefán með því að smellla á hlekkinn sem fylgir fréttinni. Fréttir Innlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Formaður Alþjóða hvalveiðiráðsins leggur til að hvalveiðar í atvinnuskyni verði leyfðar á nýjan leik eftir tæplega tveggja áratuga hvalveiðibann á ársfundi ráðsins sem hefst í Sorrento á Ítalíu á morgun. Stefán Ásmundsson, formaður íslensku sendinefndarinnar í Alþjóða hvalveiðiráðinu, segir tillögurnar í raun vera niðurstöðu áratugsvinnu. Stefán segir að eftir að Daninn Henrik Fischer hafi tekið við formennsku í Alþjóða hvalveiðiráðinu á síðasta ári hafi hjólin farið að snúast í málinu. Hann hafi kallað saman fulltrúa ýmissa ríkja, þ.á m. Stefán, og sá hópur hafi byrjað að vinna af krafti í málinu. Stefán segir að á síðustu tíu mánuðum hafi orðið meiri framgangur í málinu en síðustu tíu árin þar á undan. Aðspurður með hvaða hætti þessar hvalveiðar yrðu segir Stefán að útreikningur kvóta myndi byggjast á niðurstöðum vísindanefdar hvalveiðiráðsins frá því fyrir um áratug. Drög að eftirlitskerfi lægju fyrir til að koma í veg fyrir að ekki yrði veitt umfram kvótann. Stefán leggur þó áherslu á að hann telur litlar líkur á að tillögurnar verði samþykktar á þessum fundi. Hann hefur hins vegar nokkra trú á að gengið verði frá samkomulaginu á ársfundinum á næsta ári eftir að vinnslu ýmissa smáatriða er lokið, þó ekkert sé öruggt í þessum efnum vegna andstöðu ýmissa ríkja við hvalveiðar í atvinnuskyni. Stefán segir þetta vera stærsta skrefið fram á við í mjög langan tíma innan Alþjóða hvalveiðiráðsins. Hann segir það ekki nokkrum vafa undirorpið að í húfi séu miklir hagsmunir fyrir Íslendinga. Þegar og ef tillögurnar verði samþykktar gætum við stundað hvalveiðar í atvinnuskyni samkvæmt stjórn ráðsins sem er vitanlega ekki jafn umdeilt og veiðar án samþykkis þess. Ársfundur Alþjóða hvalveiðiráðsins hefst, sem fyrr segir, á morgun og stendur fram á fimmtudag. Hægt er að hlusta á fréttina og viðtal við Stefán með því að smellla á hlekkinn sem fylgir fréttinni.
Fréttir Innlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira