Erlent

Eldsvoði skapar glundroða

Loka varð stórum hluta miðbæjar Madrid, höfuðborgar Spánar, um nónbil í gær braust út mikill eldsvoði í rafstöð einni sem staðsett er í þröngu húsasundi. Gríðarmikill svartur reykur gaus upp og fór rafmagn af mörgum af helstu ferðamannastöðum borgarinnar sem margir hverjir eru staðsettir í seilingarfjarlægð frá miðbænum. Þannig varð rafmagnslaust í Prado listasafninu, í kauphöll landsins og tveimur fimm stjörnu hótelum. Fjórir slökkviliðsmenn fengu reykeitrun en að öðru leyti varð engum meint af.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×