Harlem Sophisticate í haust 6. júlí 2004 00:01 Seth Sharp setur upp söngleikinn Harlem Sophisticate hér á landi í haust ásamt hæfileikaríkum listamönnum frá Bandaríkjunum og Íslandi. Hann leitar enn að íslenskri leikkonu í hópinn. "Ég tók þá ákvörðun að heimsækja öll lönd sem hæfust á I, því það voru uppáhaldslöndin mín í alfræðiorðabókinni þegar ég var lítill," segir leikstjórinn Seth Sharp, sem kom fyrst hingað til lands árið 2000. "Ég hef farið til Ítalíu, Írlands og fleiri landa en þegar ég kom til Íslands var ég ákveðinn í að koma aftur." Á síðasta ári setti Seth Sharp upp sýninguna Aint misbehavin í Loftkastalanum ásamt bandarískum starfsfélögum. Verkið var sýnt í tengslum við Hinsegin daga en nú stefnir Seth á stóran djasssöngleik, Harlem Sophisticate, sem verður frumsýndur í Loftkastalanum í haust. "Þetta er sýning sem er samansett úr fjórum mismunandi blökkumannasöngleikjum frá Broadway," segir Seth, en undirtónn verksins er endurreisnartími Harlem-hverfisins, tímabilið 1919-1921. "Djassinn er upprunninn frá þessum tíma og svertingjar fluttu djasslistina til Evrópu vegna þess að kynþáttahatrið hafði svo mikil áhrif á líf og störf fólksins í Bandaríkjunum. Sem dæmi um söngkonu sem ákvað að flýja og freista gæfunnar utan Bandaríkjanna er Josephine Baker. Hún þurfti að nota eldhúsinnganginn á skemmtistöðunum Bandaríkjanna því hún mátti ekki fara inn um sama inngang og hvíta fólkið sem hún var að skemmta. Þegar Baker kom til Parísar elskaði fólk hana og nokkrum árum síðar, eftir að hún varð stórstjarna, grátbáðu Bandaríkjamenn hana um að koma aftur." Söngleikur Seth fjallar um nútímafólk þó vísað sé til endurreisnatímans. "Við fylgjumst með því sem á sér stað baksviðs í leikhúsum New York. Í dag eru önnur vandamál uppi en að sumu leyti finnst mér Ísland svipa til Parísar um 1920. Hér á Íslandi er ekki að finna samfélag svartra en Íslendingar eru greind og opin þjóð sem hefur áhuga á listum og erlendri menningu og því gaman að setja upp söngleik af þessu tagi hér á landi." Með Seth verða í sýningunni þrír bandarískir leikarar. "Við fengum svo gott fólk til liðs við okkur úti að við ákváðum að hætta við allar prufur. Svo höfum við auk bandarísku leikaranna fengið Björgvin Franz Gíslason leikara og Sigurð Flosason til að stjórna tónlistinni. Við höldum svo prufur fyrir íslenskar leikkonur á fimmtudaginn því okkur vantar að ráða í eitt hlutverk," segir Seth. Áhugasömum leikkonum er boðið að senda póst á cmstheater@aol.com. Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Fleiri fréttir Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Seth Sharp setur upp söngleikinn Harlem Sophisticate hér á landi í haust ásamt hæfileikaríkum listamönnum frá Bandaríkjunum og Íslandi. Hann leitar enn að íslenskri leikkonu í hópinn. "Ég tók þá ákvörðun að heimsækja öll lönd sem hæfust á I, því það voru uppáhaldslöndin mín í alfræðiorðabókinni þegar ég var lítill," segir leikstjórinn Seth Sharp, sem kom fyrst hingað til lands árið 2000. "Ég hef farið til Ítalíu, Írlands og fleiri landa en þegar ég kom til Íslands var ég ákveðinn í að koma aftur." Á síðasta ári setti Seth Sharp upp sýninguna Aint misbehavin í Loftkastalanum ásamt bandarískum starfsfélögum. Verkið var sýnt í tengslum við Hinsegin daga en nú stefnir Seth á stóran djasssöngleik, Harlem Sophisticate, sem verður frumsýndur í Loftkastalanum í haust. "Þetta er sýning sem er samansett úr fjórum mismunandi blökkumannasöngleikjum frá Broadway," segir Seth, en undirtónn verksins er endurreisnartími Harlem-hverfisins, tímabilið 1919-1921. "Djassinn er upprunninn frá þessum tíma og svertingjar fluttu djasslistina til Evrópu vegna þess að kynþáttahatrið hafði svo mikil áhrif á líf og störf fólksins í Bandaríkjunum. Sem dæmi um söngkonu sem ákvað að flýja og freista gæfunnar utan Bandaríkjanna er Josephine Baker. Hún þurfti að nota eldhúsinnganginn á skemmtistöðunum Bandaríkjanna því hún mátti ekki fara inn um sama inngang og hvíta fólkið sem hún var að skemmta. Þegar Baker kom til Parísar elskaði fólk hana og nokkrum árum síðar, eftir að hún varð stórstjarna, grátbáðu Bandaríkjamenn hana um að koma aftur." Söngleikur Seth fjallar um nútímafólk þó vísað sé til endurreisnatímans. "Við fylgjumst með því sem á sér stað baksviðs í leikhúsum New York. Í dag eru önnur vandamál uppi en að sumu leyti finnst mér Ísland svipa til Parísar um 1920. Hér á Íslandi er ekki að finna samfélag svartra en Íslendingar eru greind og opin þjóð sem hefur áhuga á listum og erlendri menningu og því gaman að setja upp söngleik af þessu tagi hér á landi." Með Seth verða í sýningunni þrír bandarískir leikarar. "Við fengum svo gott fólk til liðs við okkur úti að við ákváðum að hætta við allar prufur. Svo höfum við auk bandarísku leikaranna fengið Björgvin Franz Gíslason leikara og Sigurð Flosason til að stjórna tónlistinni. Við höldum svo prufur fyrir íslenskar leikkonur á fimmtudaginn því okkur vantar að ráða í eitt hlutverk," segir Seth. Áhugasömum leikkonum er boðið að senda póst á cmstheater@aol.com.
Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Fleiri fréttir Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning