Her í Keflavík óþarfur? 4. júlí 2004 00:01 Endurskoðun á hlutverki herja Bandaríkjamanna erlendis er óhjákvæmileg í ljósi nýrra aðstæðna í veröldinni segir Michael O´Hanlon, sérfræðingur Brookings Institution í Washington. Óneitanlega verður að skoða framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli í ljósi þessarar endurskoðunar. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta í dag. O´Hanlon skrifaði grein um þetta mál fyrir viku í breska dagblaðið Financial Times. Hann segir að fagna beri þessari endurskoðun. Allur herafli Bandaríkjanna er nú 1,5 milljón manna að meðtöldu varaliði sem hefur verið kallað út. Herinn samanstendur nú aðeins af atvinnumönnum þar sem ekki er lengur herskylda í Bandaríkjunum. Af þessum her eru 400.000 hermenn erlendis, þar af eru 100.000 í Evrópu. Af þeim eru nærri 60.000 í Þýskalandi. 100.000 hermenn eru í Austur-Asíu og er tæpur helmingur þeirra í Japan og jafn margir í Suður-Kóreu. Búist er við að í þessum þrem löndum verði fækkað um minnsta kosti helming. Meginhluti þeirra 200.000 manna sem þá eru ótaldir eru í Afganistan, Írak, Kúveit og fleiri Persaflóaríkjum. Enginn bandarískur her er lengur í Sádi-Arabíu og Tyrklandi. Með tímanum er gert ráð fyrir að fækkun verði enn meiri í Þýskalandi. Það sé meðal annars af því að fjölmennar skriðdrekasveitir eiga í miklum erfiðleikum meðal að halda sér í þjálfun vegna þéttbýlis í landinu. O´Hanlon segir að ekki sé nein ástæða til þess lengur að hafa her í Evrópu af því að hann sé nær hugsanlegum átakasvæðum. Það muni ekki nema nokkrum klukkutímum með nútíma samgöngum að senda her frá Bandaríkjunum. Hann segir að Vestur-Evrópu standi engin „hefðbundin hernaðarleg ógn“ af nágrönnum sínum og þörf fyrir hefðbundinn bandarískan her sé því engin. Þessi endurskoðun hafi orðið nauðsynleg eftir fall Sovétríkjanna en til skemmri tíma litið sé hún óhjákvæmileg vegna átakanna í Afganistan og Írak. O´Hanlon segir einnig að Donald Rumsfeld og hans menn hafi kynnt þessar áætlanir af mikilli hörku sem hafi móðgað marga bandamenn Bandaríkjanna. Þar að auki hafi Rumsfeld lengi verið að kynna áætlanir sem séu ekki tilbúnar enn. Samkvæmt O´Hanlon kemur það nú í hlut Bush forseta að bæta sambúð við bandamenn sína sem í mörgum tilvikum sé orðin erfið. Sem dæmi má nefna að á skyndifundi Schröders og Bush fyrir nokkrum vikum var samdráttur í herafla Bandaríkjamanna í Þýskalandi aðal umræðuefnið. Sennilega er hér að leita svars við þeirri spurningu hvers vegna það sé sem George Bush vilji semja við Íslendinga einmitt núna, að sögn blaðamanns Víkurfrétta, þó vitað sé að það sé gert í andstöðu við varnarmálaráðuneytið. Í þessu ljósi er fundur þeirra George Bush og Davíðs Oddssonar á þriðjudag fullkomlega rökréttur, segir blaðamaður.. Fréttir Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Endurskoðun á hlutverki herja Bandaríkjamanna erlendis er óhjákvæmileg í ljósi nýrra aðstæðna í veröldinni segir Michael O´Hanlon, sérfræðingur Brookings Institution í Washington. Óneitanlega verður að skoða framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli í ljósi þessarar endurskoðunar. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta í dag. O´Hanlon skrifaði grein um þetta mál fyrir viku í breska dagblaðið Financial Times. Hann segir að fagna beri þessari endurskoðun. Allur herafli Bandaríkjanna er nú 1,5 milljón manna að meðtöldu varaliði sem hefur verið kallað út. Herinn samanstendur nú aðeins af atvinnumönnum þar sem ekki er lengur herskylda í Bandaríkjunum. Af þessum her eru 400.000 hermenn erlendis, þar af eru 100.000 í Evrópu. Af þeim eru nærri 60.000 í Þýskalandi. 100.000 hermenn eru í Austur-Asíu og er tæpur helmingur þeirra í Japan og jafn margir í Suður-Kóreu. Búist er við að í þessum þrem löndum verði fækkað um minnsta kosti helming. Meginhluti þeirra 200.000 manna sem þá eru ótaldir eru í Afganistan, Írak, Kúveit og fleiri Persaflóaríkjum. Enginn bandarískur her er lengur í Sádi-Arabíu og Tyrklandi. Með tímanum er gert ráð fyrir að fækkun verði enn meiri í Þýskalandi. Það sé meðal annars af því að fjölmennar skriðdrekasveitir eiga í miklum erfiðleikum meðal að halda sér í þjálfun vegna þéttbýlis í landinu. O´Hanlon segir að ekki sé nein ástæða til þess lengur að hafa her í Evrópu af því að hann sé nær hugsanlegum átakasvæðum. Það muni ekki nema nokkrum klukkutímum með nútíma samgöngum að senda her frá Bandaríkjunum. Hann segir að Vestur-Evrópu standi engin „hefðbundin hernaðarleg ógn“ af nágrönnum sínum og þörf fyrir hefðbundinn bandarískan her sé því engin. Þessi endurskoðun hafi orðið nauðsynleg eftir fall Sovétríkjanna en til skemmri tíma litið sé hún óhjákvæmileg vegna átakanna í Afganistan og Írak. O´Hanlon segir einnig að Donald Rumsfeld og hans menn hafi kynnt þessar áætlanir af mikilli hörku sem hafi móðgað marga bandamenn Bandaríkjanna. Þar að auki hafi Rumsfeld lengi verið að kynna áætlanir sem séu ekki tilbúnar enn. Samkvæmt O´Hanlon kemur það nú í hlut Bush forseta að bæta sambúð við bandamenn sína sem í mörgum tilvikum sé orðin erfið. Sem dæmi má nefna að á skyndifundi Schröders og Bush fyrir nokkrum vikum var samdráttur í herafla Bandaríkjamanna í Þýskalandi aðal umræðuefnið. Sennilega er hér að leita svars við þeirri spurningu hvers vegna það sé sem George Bush vilji semja við Íslendinga einmitt núna, að sögn blaðamanns Víkurfrétta, þó vitað sé að það sé gert í andstöðu við varnarmálaráðuneytið. Í þessu ljósi er fundur þeirra George Bush og Davíðs Oddssonar á þriðjudag fullkomlega rökréttur, segir blaðamaður..
Fréttir Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent