Skýin eru skemmtileg 15. júní 2004 00:01 "Ég er rosalega hrifinn af því hvað skýin eru skemmtileg á Íslandi. Þau breytast svo hratt og eru miklu skemmtilegri hér en í Edinborg," segir Andri Hafliðason, sem í dag opnar sýningu á ljósmyndum og kvikmyndum að Þingholtsstræti 27. Andri er sonur Hafliða Hallgrímssonar tónskálds og hefur alist upp í Edinborg alveg frá fæðingu. Hann kom hingað til lands nokkrum sem barn með fjölskyldu sinni, en þá jafnan til Akureyrar. "Ég þekkti mjög lítið til í Reykjavík áður en ég kom. Ég vissi ekki einu sinni hvar Laugavegurinn var." Andri er að læra arkitektúr í Edinborg, en hefur dvalist hér á landi síðan í janúar, bæði til þess að starfa á arkitektastofu í tengslum við námið, en ekki síður til þess að taka ljósmyndir og kvikmyndir. Hann keypti sér fyrir stuttu vandaða stafræna myndavél, sem hann hefur haft með sér á ferðum sínum um bæinn. Með henni getur hann tekið bæði ljósmyndir og kvikmyndir. "Ég er bara með hana í pokanum og tek hana upp í strætó eða þegar ég er gangandi. Ég bý í Garðabæ og á leiðinni í vinnu sé ég oft eitthvað skemmtilegt sem mig langar til að taka myndir af." Með myndum sínum reynir hann að fanga andrúmsloftið og notar einnig tónlist og ýmis hljóð til þess að ná betur fram stemmningunni í hverri mynd. Hann segist hafa ákveðið að koma til Íslands ekki síst til þess að skilja betur hvað felst í því að vera íslenskur. Ennfremur vonast hann til þess að myndirnar endurspegli sýn hans á landið. Sýningin verður opnuð í dag klukkan 17 og verður þá boðið upp á léttar veitingar. "Síðan ætla ég að hafa opið fram á kvöld eins lengi og fólk er á staðnum." Svo verður sýningin opnuð aftur klukkan tíu í fyrramálið og verður opin eitthvað fram yfir kvöldmat, en þá eru líka síðustu forvöð að sjá hana. Sýninguna nefnir Andri "One Day", sem vísar bæði til þess að sýningin stendur aðeins í einn dag og einnig að dag nokkurn gæti svo farið að hann komi aftur til Íslands til lengri dvalar. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Ég er rosalega hrifinn af því hvað skýin eru skemmtileg á Íslandi. Þau breytast svo hratt og eru miklu skemmtilegri hér en í Edinborg," segir Andri Hafliðason, sem í dag opnar sýningu á ljósmyndum og kvikmyndum að Þingholtsstræti 27. Andri er sonur Hafliða Hallgrímssonar tónskálds og hefur alist upp í Edinborg alveg frá fæðingu. Hann kom hingað til lands nokkrum sem barn með fjölskyldu sinni, en þá jafnan til Akureyrar. "Ég þekkti mjög lítið til í Reykjavík áður en ég kom. Ég vissi ekki einu sinni hvar Laugavegurinn var." Andri er að læra arkitektúr í Edinborg, en hefur dvalist hér á landi síðan í janúar, bæði til þess að starfa á arkitektastofu í tengslum við námið, en ekki síður til þess að taka ljósmyndir og kvikmyndir. Hann keypti sér fyrir stuttu vandaða stafræna myndavél, sem hann hefur haft með sér á ferðum sínum um bæinn. Með henni getur hann tekið bæði ljósmyndir og kvikmyndir. "Ég er bara með hana í pokanum og tek hana upp í strætó eða þegar ég er gangandi. Ég bý í Garðabæ og á leiðinni í vinnu sé ég oft eitthvað skemmtilegt sem mig langar til að taka myndir af." Með myndum sínum reynir hann að fanga andrúmsloftið og notar einnig tónlist og ýmis hljóð til þess að ná betur fram stemmningunni í hverri mynd. Hann segist hafa ákveðið að koma til Íslands ekki síst til þess að skilja betur hvað felst í því að vera íslenskur. Ennfremur vonast hann til þess að myndirnar endurspegli sýn hans á landið. Sýningin verður opnuð í dag klukkan 17 og verður þá boðið upp á léttar veitingar. "Síðan ætla ég að hafa opið fram á kvöld eins lengi og fólk er á staðnum." Svo verður sýningin opnuð aftur klukkan tíu í fyrramálið og verður opin eitthvað fram yfir kvöldmat, en þá eru líka síðustu forvöð að sjá hana. Sýninguna nefnir Andri "One Day", sem vísar bæði til þess að sýningin stendur aðeins í einn dag og einnig að dag nokkurn gæti svo farið að hann komi aftur til Íslands til lengri dvalar.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“