Aðeins kristnir menn borða mýs 14. júní 2004 00:01 Tumi Tómasson, skólastjóri Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, hefur ferðast um allan heim í leit að efnilegum nemendum í skólann. Á ferðum sínum hefur hann komist í tæri við alls konar matargerð og er löngu hættur að kalla allt ömmu sína í þeim efnum. "Þegar ég bjó í Malaví fór ég með Malövum til Tansaníu og þar var okkur boðið upp á dýrindis risarækjur. Malavarnir höfðu nú ekki mikinn hug á því að borða þennan óþverra en létu til leiðast eftir þrábeiðni mína og smökkuðu rækjurnar og sögðu þá að þær brögðuðust alveg eins og engisprettur. Í framhaldi af því spurðu þeir hvort ég hefði nokkurn tímann smakkað matinn þeirra og áður en ég vissi af var ég búinn að lofa því að borða maura, engisprettur og mýs. En þegar ég kom heim einn daginn með mýs til að láta elda í kvöldmatinn, henti kokkurinn þeim sveiandi í ruslið með þeim orðum að aðeins kristnir menn ætu mýs," segir Tumi. Hann hefur ekki lagt sig eftir því að borða skrýtinn mat á ferðum sínum en segist hinsvegar vera kurteis og því eiga erfitt með að neita þegar menn vilja gefa honum þjóðarrétti að smakka. "Ég hef borðað krókódíl, snák, skjaldböku, sæbjúgu og marglyttur, sem voru mjög góðar. Sérkennilegast var samt að borða lifandi fisk í Kína. Fyrst var okkur sýndur lifandi koli og svo var náð í salatblað og flökin skorin af fisknum lifandi og borin fram á salatblaðinu. Svo horfði fiskurinn á okkur og ranghvolfdi í sér augunum á meðan við gæddum okkur á honum." Tumi segist ekki óttast matareitrun þegar hann snæðir framandi rétti. "Það er alltaf best að borða það sem heimamenn borða því þá eru minnstar líkur á að eitthvað fari úrskeiðis við matreiðslu. Og svæsnasta matareitrun sem ég hef fengið stafaði af samloku sem ég fékk í flugvél á Íslandi." Matur Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Tumi Tómasson, skólastjóri Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, hefur ferðast um allan heim í leit að efnilegum nemendum í skólann. Á ferðum sínum hefur hann komist í tæri við alls konar matargerð og er löngu hættur að kalla allt ömmu sína í þeim efnum. "Þegar ég bjó í Malaví fór ég með Malövum til Tansaníu og þar var okkur boðið upp á dýrindis risarækjur. Malavarnir höfðu nú ekki mikinn hug á því að borða þennan óþverra en létu til leiðast eftir þrábeiðni mína og smökkuðu rækjurnar og sögðu þá að þær brögðuðust alveg eins og engisprettur. Í framhaldi af því spurðu þeir hvort ég hefði nokkurn tímann smakkað matinn þeirra og áður en ég vissi af var ég búinn að lofa því að borða maura, engisprettur og mýs. En þegar ég kom heim einn daginn með mýs til að láta elda í kvöldmatinn, henti kokkurinn þeim sveiandi í ruslið með þeim orðum að aðeins kristnir menn ætu mýs," segir Tumi. Hann hefur ekki lagt sig eftir því að borða skrýtinn mat á ferðum sínum en segist hinsvegar vera kurteis og því eiga erfitt með að neita þegar menn vilja gefa honum þjóðarrétti að smakka. "Ég hef borðað krókódíl, snák, skjaldböku, sæbjúgu og marglyttur, sem voru mjög góðar. Sérkennilegast var samt að borða lifandi fisk í Kína. Fyrst var okkur sýndur lifandi koli og svo var náð í salatblað og flökin skorin af fisknum lifandi og borin fram á salatblaðinu. Svo horfði fiskurinn á okkur og ranghvolfdi í sér augunum á meðan við gæddum okkur á honum." Tumi segist ekki óttast matareitrun þegar hann snæðir framandi rétti. "Það er alltaf best að borða það sem heimamenn borða því þá eru minnstar líkur á að eitthvað fari úrskeiðis við matreiðslu. Og svæsnasta matareitrun sem ég hef fengið stafaði af samloku sem ég fékk í flugvél á Íslandi."
Matur Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira