Ferðalagið og bíllinn 25. júní 2004 00:01 Sumrin eru tími ferðalaga og þó að margir noti sumarfríin og skelli sér til sólarlanda eru enn fleiri sem njóta þess að ferðast um okkar fallega land. Öll viljum við að ferðalagið verði hið ánægjulegasta og því þarf að huga að mörgu í sambandi við skipulagningu þess en eitt af því er bíllinn og ástand hans. Mjög klaufalegt og hvimleitt getur verið að verða stopp úti í næsta vegarkanti á olíu- eða vatnslausum bíl. Mjög auðvelt er að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir, til dæmis með því að renna upp að næstu smurstöð og láta þrautþjálfaða menn sjá um að yfirfara bílinn áður en lagt er af stað. Strákarnir á Smurstöð Shell á Laugavegi 180 eru rómaðir fyrir skjóta og góða þjónustu og einstaka þjónustulund og ákvað blaðamaður því að láta yfirfara bíl sinn þar áður en lagt var af stað í ferðalagið. Fylgdist hann með verkinu, sem aðeins tók um tuttugu mínútur, og drakk á meðan nýlagað kaffi. Nauðsynlegt er að yfirfara bæði vatn og olíukerfi bílsins reglulega, sérstaklega ef um eldri bíla er að ræða. Einnig þarf að skipta um olíu og loftsíur. Ekki viljum við verða rafmagnslaus úti á miðjum þjóðvegi og því er nauðsynlegt að kanna ástand rafgeymis áður en lagt er af stað. Of lítil hleðsla á honum bendir til að hann sé orðinn lélegur. Ljósabúnaður bílsins þarf að vera í góðu lagi. Oft getur verið erfitt að ná perunum úr því sumar eru vandlega staðsettar á bak við í vélinni. Margir hafa eflaust lent í því að missa pústið undan bílnum í miðju ferðalagi og getur það auðveldlega eyðilagt annars vel heppnað ferðalag. Nauðsynlegt er að fyrirbyggja að það komi fyrir og því gott að láta kíkja á það áður en lagt er í hann. Það getur verið stórhættulegt að sjá lítið út um bílrúðuna í mikilli rigningu ef rúðuþurrkur eru lélegar. Þetta er smáatriði sem tekur enga stund að kippa í liðinn. Ekki klikka á því ! Þrjú hjól undir bílnum en áfram skröltir hann þó! Varadekkið er bráðnauðsynlegt og ef það er vindlaust, ónýtt eða jafnvel ekki til staðar getur maður lent í slæmum málum. Bílar Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sumrin eru tími ferðalaga og þó að margir noti sumarfríin og skelli sér til sólarlanda eru enn fleiri sem njóta þess að ferðast um okkar fallega land. Öll viljum við að ferðalagið verði hið ánægjulegasta og því þarf að huga að mörgu í sambandi við skipulagningu þess en eitt af því er bíllinn og ástand hans. Mjög klaufalegt og hvimleitt getur verið að verða stopp úti í næsta vegarkanti á olíu- eða vatnslausum bíl. Mjög auðvelt er að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir, til dæmis með því að renna upp að næstu smurstöð og láta þrautþjálfaða menn sjá um að yfirfara bílinn áður en lagt er af stað. Strákarnir á Smurstöð Shell á Laugavegi 180 eru rómaðir fyrir skjóta og góða þjónustu og einstaka þjónustulund og ákvað blaðamaður því að láta yfirfara bíl sinn þar áður en lagt var af stað í ferðalagið. Fylgdist hann með verkinu, sem aðeins tók um tuttugu mínútur, og drakk á meðan nýlagað kaffi. Nauðsynlegt er að yfirfara bæði vatn og olíukerfi bílsins reglulega, sérstaklega ef um eldri bíla er að ræða. Einnig þarf að skipta um olíu og loftsíur. Ekki viljum við verða rafmagnslaus úti á miðjum þjóðvegi og því er nauðsynlegt að kanna ástand rafgeymis áður en lagt er af stað. Of lítil hleðsla á honum bendir til að hann sé orðinn lélegur. Ljósabúnaður bílsins þarf að vera í góðu lagi. Oft getur verið erfitt að ná perunum úr því sumar eru vandlega staðsettar á bak við í vélinni. Margir hafa eflaust lent í því að missa pústið undan bílnum í miðju ferðalagi og getur það auðveldlega eyðilagt annars vel heppnað ferðalag. Nauðsynlegt er að fyrirbyggja að það komi fyrir og því gott að láta kíkja á það áður en lagt er í hann. Það getur verið stórhættulegt að sjá lítið út um bílrúðuna í mikilli rigningu ef rúðuþurrkur eru lélegar. Þetta er smáatriði sem tekur enga stund að kippa í liðinn. Ekki klikka á því ! Þrjú hjól undir bílnum en áfram skröltir hann þó! Varadekkið er bráðnauðsynlegt og ef það er vindlaust, ónýtt eða jafnvel ekki til staðar getur maður lent í slæmum málum.
Bílar Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira