Bollywood í Kramhúsinu 28. september 2004 00:01 Danska magadansmærin Anna Barner Sarp er stödd hér á landi og ætlar að halda þriggja vikna dansnámskeið í Kramhúsinu sem hefst á þriðjudag. Þar er þó um að ræða miklu meira en bara magadans því Anna blandar saman indverskum dansi, arabískum magadansi og hiphopi svo úr verður hinn vinsæli Bollywood-dans sem fer nú sigurför um heiminn. Anna rekur ættir sínar til sígauna og segist finna vel fyrir sígaunablóðinu sem rennur um æðar hennar. "Ég finn mig sérstaklega vel í sígaunatónlistinni og finnst ég eins og heima hjá mér þegar ég er í Mið-Austurlöndum," segir Anna. Hún er margfaldur meistari í magadansi og hlaut í sumar fyrstu verðlaun í alþjóðlegri magadanskeppni í Berlín. "Það sem ég ætla að kenna í Kramhúsinu er sambland af kathak, sem er klassískur indverskur dans, og bhangra, sem er indverskur þjóðdans. Þá blanda ég í þetta hip hopinu og arabískum magadansi. Bollywood-dansinn er notaður í Bollywood-iðnaðinum, sem er gríðarlega stór og fer stækkandi og er nú þegar orðinn miklu stærri en Hollywood." Anna segir að allar konur geti lært þennan dans, þar sem áherslan er á kvenleikann og daðrið. "Þetta er námskeið fyrir konur á öllum aldri sem vilja vekja enn frekar upp kvenleikann í sér og upplifa í leiðinni eitthvað alveg nýtt og spennandi," segir Anna. Nám Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Danska magadansmærin Anna Barner Sarp er stödd hér á landi og ætlar að halda þriggja vikna dansnámskeið í Kramhúsinu sem hefst á þriðjudag. Þar er þó um að ræða miklu meira en bara magadans því Anna blandar saman indverskum dansi, arabískum magadansi og hiphopi svo úr verður hinn vinsæli Bollywood-dans sem fer nú sigurför um heiminn. Anna rekur ættir sínar til sígauna og segist finna vel fyrir sígaunablóðinu sem rennur um æðar hennar. "Ég finn mig sérstaklega vel í sígaunatónlistinni og finnst ég eins og heima hjá mér þegar ég er í Mið-Austurlöndum," segir Anna. Hún er margfaldur meistari í magadansi og hlaut í sumar fyrstu verðlaun í alþjóðlegri magadanskeppni í Berlín. "Það sem ég ætla að kenna í Kramhúsinu er sambland af kathak, sem er klassískur indverskur dans, og bhangra, sem er indverskur þjóðdans. Þá blanda ég í þetta hip hopinu og arabískum magadansi. Bollywood-dansinn er notaður í Bollywood-iðnaðinum, sem er gríðarlega stór og fer stækkandi og er nú þegar orðinn miklu stærri en Hollywood." Anna segir að allar konur geti lært þennan dans, þar sem áherslan er á kvenleikann og daðrið. "Þetta er námskeið fyrir konur á öllum aldri sem vilja vekja enn frekar upp kvenleikann í sér og upplifa í leiðinni eitthvað alveg nýtt og spennandi," segir Anna.
Nám Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“