Verklegt nám í ensku 28. september 2004 00:01 Enskuskólinn var stofnaður 1986 af Julie Ingham enskukennara."Við höfum alltaf lagt mestu áhersluna á talmálið og flokkum nemendur í sex aðalstig eftir talgetu. Innan hvers stigs eru þrjú meginnámskeið þannig að alls er hægt að fara í gegnum 18 sérnámskeið. Allir kennarar skólans hafa ensku að móðurmáli og sérmenntun í enskukennslu fyrir útlendinga. Nemendur koma í viðtal við kennarann áður en námið hefst þar sem geta þeirra er metin og út frá því ákveðið á hvaða stigi nemandinn á best heima." Hvert námskeið hefur ákveðið markmið og þá má segja að sé komið að verklega þættinum í náminu." Á byrjendanámskeiðunum fer kennarinn út með nemendurna og markmiðið er æft við raunverulegar aðstæður. Nemandinn hefur það kannski að markmiði að geta pantað sér mat á veitingahúsi og þá fer hann með kennaranum á veitingahús og pantar matinn sinn á ensku." Lengra komnir nemendur halda smáfyrirlestra þar sem þeir æfast í að nota orðaforðann sem þeir hafa safnað á námskeiðinu. "Í skólanum er afslappað andrúmsloft, takmarkaður fjöldi á hverju námskeiði og áhersla lögð á að nemendum líði vel og nái markmiðum sínum. Í ár erum við með umræðuhópa, til dæmis um kvikmyndir, til að hjálpa fólki að tjá sig á ensku um það sem það hefur áhuga á." segir Julie. "Að námskeiði loknu hjálpum við fólki að velja sér framhald og bjóðum því til dæmis aðstoð við að finna enskuskóla í Englandi ef okkur finnst það vera næsta skref." Af öðru starfi Enskuskólans má nefna námskeið fyrir börn á aldrinum fimm til fimmtán ára, bæði þau sem eru að flytja til enskumælandi landa og líka viðhaldsnámskeið fyrir börn sem hafa búið úti og vilja ekki gleyma málinu. Í Enskuskólanum er alltaf kennt á laugardögum en allar aðrar upplýsingar má finna á www.enskuskolinn.is Nám Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Enskuskólinn var stofnaður 1986 af Julie Ingham enskukennara."Við höfum alltaf lagt mestu áhersluna á talmálið og flokkum nemendur í sex aðalstig eftir talgetu. Innan hvers stigs eru þrjú meginnámskeið þannig að alls er hægt að fara í gegnum 18 sérnámskeið. Allir kennarar skólans hafa ensku að móðurmáli og sérmenntun í enskukennslu fyrir útlendinga. Nemendur koma í viðtal við kennarann áður en námið hefst þar sem geta þeirra er metin og út frá því ákveðið á hvaða stigi nemandinn á best heima." Hvert námskeið hefur ákveðið markmið og þá má segja að sé komið að verklega þættinum í náminu." Á byrjendanámskeiðunum fer kennarinn út með nemendurna og markmiðið er æft við raunverulegar aðstæður. Nemandinn hefur það kannski að markmiði að geta pantað sér mat á veitingahúsi og þá fer hann með kennaranum á veitingahús og pantar matinn sinn á ensku." Lengra komnir nemendur halda smáfyrirlestra þar sem þeir æfast í að nota orðaforðann sem þeir hafa safnað á námskeiðinu. "Í skólanum er afslappað andrúmsloft, takmarkaður fjöldi á hverju námskeiði og áhersla lögð á að nemendum líði vel og nái markmiðum sínum. Í ár erum við með umræðuhópa, til dæmis um kvikmyndir, til að hjálpa fólki að tjá sig á ensku um það sem það hefur áhuga á." segir Julie. "Að námskeiði loknu hjálpum við fólki að velja sér framhald og bjóðum því til dæmis aðstoð við að finna enskuskóla í Englandi ef okkur finnst það vera næsta skref." Af öðru starfi Enskuskólans má nefna námskeið fyrir börn á aldrinum fimm til fimmtán ára, bæði þau sem eru að flytja til enskumælandi landa og líka viðhaldsnámskeið fyrir börn sem hafa búið úti og vilja ekki gleyma málinu. Í Enskuskólanum er alltaf kennt á laugardögum en allar aðrar upplýsingar má finna á www.enskuskolinn.is
Nám Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“