Erlent

Efnir ekki loforðið

Þrátt fyrir loforð sín um að vinna gegn spillingu í palestínsku heimastjórninni hefur Jasser Arafat neitað að staðfesta löggjöf sem er ætlað að sporna gegn spillingu. Fjórtán palestínskir þingmenn funduðu með Arafat og vonuðust til að fá hann til að staðfesta lögin. Hann neitaði því hins vegar á stormasömum fundi. Þingmaðurinn Azmi Shouabi lýsti áhyggjum af því að Arafat liti á þetta sem baráttu um völd. "Hann heldur að hann einn ráði öllu og að önnur palestínsk stjórnvöld hafi ekkert að segja."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×