Baráttan við smyglara 25. júlí 2004 00:01 Smyglarar leita sífellt nýrra leiða til að snúa á lögreglu og tollayfirvöld, segir Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli. Segir hann þá einu gilda hvort reynt sé að smygla fíkniefnum, fólki, eða öðrum hlutum. Mansalsmál segir Jóhann á margan hátt vera erfið því oft á tíðum trúi fórnarlömb mansalsins því ekki hvaða örlög bíða þeirra. "Hvernig gerum við 18--19 ára ómenntaðri stúlku grein fyrir því að henni verði að öllum líkindum raðnauðgað á áfangastað áður en hún er neydd í vændi í landinu þar sem hún trúir að smjör drjúpi af hverju strái?" spyr Jóhann og segir fórnarlömbum mansals oftast efst í huga að komast aftur heim til að gera aðra tilraun. "Við höfum ítrekað reynt að veita fórnarlömbunum skjól. Bæði dómsmálaráðuneyti og Útlendingastofnun voru tilbúin að aðstoða okkur við það. Málið er bara að fólkið er búið að stofna til skuldbindinga við glæpahringina. Það er þegar búið að kosta för þeirra yfir hálfan hnöttinn. Vegna alls þessa eru málin jafn flókin og raun ber vitni, en í grunninn snúast þau vitanlega um hvernig hægt er að vernda fórnarlömbin." Jóhann segir öll samskipti við fórnarlömb mansals sem hér hafa komið upp hafa verið mjög erfið vegna þess hve hér mættust ólíkir menningarheimar. Hann segir þó hafa verið mikinn sigur að ná sakfellingu í þeim þremur málum sem saksótt hefur verið fyrir hér. Ekki var þó dæmt fyrir mansal heldur fyrir smygl á fólki, en refsiramminn fyrir brotin er áþekkur, sex ár fyrir smygl á fólki, átta ár fyrir mansal. Jóhann segist þó vongóður um að reynslan sem embættið hefur öðlast við rannsókn þessara mála komi að notum næst þegar slík mál rekur á fjörur embættisins. Okkar ábyrgð "Meginreglan í alþjóðlegri brotastarfsemi er að brotamenn eru teknir og dæmdir þar sem til þeirra næst," segir Jóhann og bendir á að fjöldi Íslendinga hafi afplánað fíkniefnadóma erlendis. "Þetta er bara hluti af okkar ábyrgð sem ríki í samfélagi þjóðanna," segir hann og bendir jafnframt á að landið sé aðili að svokölluðum Palermosamningi um baráttu gegn mansali og alþjóðlegri brotastarfsemi frá árinu 2001. "Við vorum þannig eitt fyrsta ríkið í heiminum til að grípa inn í slík mál meðan fólk var á ferð milli landa." Þetta segir hann engu að síður hafa flækt rannsókn málanna því landið var þá hvorki upprunaland né áfangastaður mansalsins. "Í þeim málum sem við höfum saksótt og fengið fólk dæmt hefur raunin verið sú að fólkið átti bara hér leið um. Það væri hins vegar ábyrgðarlaust að halda því fram að þessi brotastarfsemi nái ekki hingað til lands frekar en önnur," segir Jóhann og bætir við að í einhverjum tilfellum hafi grunur vaknað um mansalsmál hér. Þau mál segir hann ekki einskorðast við súludansstaði heldur hafi þau einnig snúið verkafólki sem hingað sækir vinnu. Til að talið sé að um mansal sé að ræða þarf fólkið sem smyglað er á milli landa að vera beitt bæði blekkingu og nauðung. "Manneskjan þarf að greiða einhverjum til að komast til landsins og svo jafnvel hluta af launum sínum um ókomin ár. Þarna er verið að notfæra sér neyð viðkomandi. Þessu er verið að reyna að berjast gegn," segir Jóhann og bætir við að smygl á fólki og mansal gefi af sér svipaðar tekjur fyrir glæpahópa og vopna- og eiturlyfjasmygl. "Okkar afstaða er sú að sýna ekkert umburðarlyndi í þessum málum. Það mátti gjarnan spyrjast að hér væri tekið á þessum málum af fullri hörku og í því felst kannski besta verndin fyrir íslenskt samfélag," segir hann og telur ýmislegt benda til þess að stefnan í málaflokknum hafi skilað nokkrum árangri. "Núna hafa liðið nokkuð margir mánuðir án þess að svona mál hafi komið upp. Slíkur árangur næst vitanlega ekki nema með sterkri liðsheild og hæfu starfsfólki. Á alþjóðavísu heldur vandamálið samt áfram að vaxa." Ósvífnin á engin takmörk Þrátt fyrir framgangshörku í garð smyglara dregur ekki úr málafjölda þegar kemur að fíkniefnum, en þar segir Jóhann dálítið önnur lögmál eiga við. "Þar erum við með eftirspurnarvanda og á meðan ekki tekst að draga úr eftirspurninni með uppfræðslu og áróðri komumst við ekki fyrir vandann. Tolla- og lögregluyfirvöld munu aldrei ein og sér geta leyst þann vanda. Þetta er þjóðfélagsvandamál sem snýr að fjölskyldunni, skólum og samfélagsuppbyggingunni sem við búum við," segir hann en telur engu að síður að vel gangi að stemma stigu við vandanum. "Okkur tekst ítrekað að uppræta smyglhringi og þeir þurfa stöðugt að breyta um aðferðir. Þarna kemur líka til mjög góð samvinna okkar við fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Skýrasta dæmið um árangur okkar er þessi fjöldi erlendra burðardýra, en hann er tiltölulega nýtilkominn." Hann segir að fyrst hafi orðið vart við burðardýrin á seinni hluta árs 1999 og þá eingöngu Íslendinga. "Fljótlega var hins vegar landsliðið í fíkniefnasmygli komið á bak við lás og slá. Þá þurfti greinilega að beita öðrum aðferðum og bera tók á erlendum burðardýrum." Jóhann segir aðferðir smyglara sífellt að breytast og fátt sem komi orðið á óvart í þeim efnum. "Ósvífni og óheilagleiki þessara manna á sér engin takmörk og þeir tilbúnir að ganga mjög langt í að notfæra sér neyð annarra." Jóhann segir dæmi um að í einu máli hafi komið upp mjög sterkur grunur um að ungabarn hafi verið notað til að smygla eiturlyfjum, en þó ekki látið bera þau innvortis. "Erlendis flytja menn jafnvel fíkniefni milli landa innan í dauðum gæludýrum og í líkkistum. Þetta eru sömu glæpahóparnir og skaffa efni hingað til lands. Hví skyldu þeir ekki beita sömu aðferðum hér?" Fréttir Innlent Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Smyglarar leita sífellt nýrra leiða til að snúa á lögreglu og tollayfirvöld, segir Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli. Segir hann þá einu gilda hvort reynt sé að smygla fíkniefnum, fólki, eða öðrum hlutum. Mansalsmál segir Jóhann á margan hátt vera erfið því oft á tíðum trúi fórnarlömb mansalsins því ekki hvaða örlög bíða þeirra. "Hvernig gerum við 18--19 ára ómenntaðri stúlku grein fyrir því að henni verði að öllum líkindum raðnauðgað á áfangastað áður en hún er neydd í vændi í landinu þar sem hún trúir að smjör drjúpi af hverju strái?" spyr Jóhann og segir fórnarlömbum mansals oftast efst í huga að komast aftur heim til að gera aðra tilraun. "Við höfum ítrekað reynt að veita fórnarlömbunum skjól. Bæði dómsmálaráðuneyti og Útlendingastofnun voru tilbúin að aðstoða okkur við það. Málið er bara að fólkið er búið að stofna til skuldbindinga við glæpahringina. Það er þegar búið að kosta för þeirra yfir hálfan hnöttinn. Vegna alls þessa eru málin jafn flókin og raun ber vitni, en í grunninn snúast þau vitanlega um hvernig hægt er að vernda fórnarlömbin." Jóhann segir öll samskipti við fórnarlömb mansals sem hér hafa komið upp hafa verið mjög erfið vegna þess hve hér mættust ólíkir menningarheimar. Hann segir þó hafa verið mikinn sigur að ná sakfellingu í þeim þremur málum sem saksótt hefur verið fyrir hér. Ekki var þó dæmt fyrir mansal heldur fyrir smygl á fólki, en refsiramminn fyrir brotin er áþekkur, sex ár fyrir smygl á fólki, átta ár fyrir mansal. Jóhann segist þó vongóður um að reynslan sem embættið hefur öðlast við rannsókn þessara mála komi að notum næst þegar slík mál rekur á fjörur embættisins. Okkar ábyrgð "Meginreglan í alþjóðlegri brotastarfsemi er að brotamenn eru teknir og dæmdir þar sem til þeirra næst," segir Jóhann og bendir á að fjöldi Íslendinga hafi afplánað fíkniefnadóma erlendis. "Þetta er bara hluti af okkar ábyrgð sem ríki í samfélagi þjóðanna," segir hann og bendir jafnframt á að landið sé aðili að svokölluðum Palermosamningi um baráttu gegn mansali og alþjóðlegri brotastarfsemi frá árinu 2001. "Við vorum þannig eitt fyrsta ríkið í heiminum til að grípa inn í slík mál meðan fólk var á ferð milli landa." Þetta segir hann engu að síður hafa flækt rannsókn málanna því landið var þá hvorki upprunaland né áfangastaður mansalsins. "Í þeim málum sem við höfum saksótt og fengið fólk dæmt hefur raunin verið sú að fólkið átti bara hér leið um. Það væri hins vegar ábyrgðarlaust að halda því fram að þessi brotastarfsemi nái ekki hingað til lands frekar en önnur," segir Jóhann og bætir við að í einhverjum tilfellum hafi grunur vaknað um mansalsmál hér. Þau mál segir hann ekki einskorðast við súludansstaði heldur hafi þau einnig snúið verkafólki sem hingað sækir vinnu. Til að talið sé að um mansal sé að ræða þarf fólkið sem smyglað er á milli landa að vera beitt bæði blekkingu og nauðung. "Manneskjan þarf að greiða einhverjum til að komast til landsins og svo jafnvel hluta af launum sínum um ókomin ár. Þarna er verið að notfæra sér neyð viðkomandi. Þessu er verið að reyna að berjast gegn," segir Jóhann og bætir við að smygl á fólki og mansal gefi af sér svipaðar tekjur fyrir glæpahópa og vopna- og eiturlyfjasmygl. "Okkar afstaða er sú að sýna ekkert umburðarlyndi í þessum málum. Það mátti gjarnan spyrjast að hér væri tekið á þessum málum af fullri hörku og í því felst kannski besta verndin fyrir íslenskt samfélag," segir hann og telur ýmislegt benda til þess að stefnan í málaflokknum hafi skilað nokkrum árangri. "Núna hafa liðið nokkuð margir mánuðir án þess að svona mál hafi komið upp. Slíkur árangur næst vitanlega ekki nema með sterkri liðsheild og hæfu starfsfólki. Á alþjóðavísu heldur vandamálið samt áfram að vaxa." Ósvífnin á engin takmörk Þrátt fyrir framgangshörku í garð smyglara dregur ekki úr málafjölda þegar kemur að fíkniefnum, en þar segir Jóhann dálítið önnur lögmál eiga við. "Þar erum við með eftirspurnarvanda og á meðan ekki tekst að draga úr eftirspurninni með uppfræðslu og áróðri komumst við ekki fyrir vandann. Tolla- og lögregluyfirvöld munu aldrei ein og sér geta leyst þann vanda. Þetta er þjóðfélagsvandamál sem snýr að fjölskyldunni, skólum og samfélagsuppbyggingunni sem við búum við," segir hann en telur engu að síður að vel gangi að stemma stigu við vandanum. "Okkur tekst ítrekað að uppræta smyglhringi og þeir þurfa stöðugt að breyta um aðferðir. Þarna kemur líka til mjög góð samvinna okkar við fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Skýrasta dæmið um árangur okkar er þessi fjöldi erlendra burðardýra, en hann er tiltölulega nýtilkominn." Hann segir að fyrst hafi orðið vart við burðardýrin á seinni hluta árs 1999 og þá eingöngu Íslendinga. "Fljótlega var hins vegar landsliðið í fíkniefnasmygli komið á bak við lás og slá. Þá þurfti greinilega að beita öðrum aðferðum og bera tók á erlendum burðardýrum." Jóhann segir aðferðir smyglara sífellt að breytast og fátt sem komi orðið á óvart í þeim efnum. "Ósvífni og óheilagleiki þessara manna á sér engin takmörk og þeir tilbúnir að ganga mjög langt í að notfæra sér neyð annarra." Jóhann segir dæmi um að í einu máli hafi komið upp mjög sterkur grunur um að ungabarn hafi verið notað til að smygla eiturlyfjum, en þó ekki látið bera þau innvortis. "Erlendis flytja menn jafnvel fíkniefni milli landa innan í dauðum gæludýrum og í líkkistum. Þetta eru sömu glæpahóparnir og skaffa efni hingað til lands. Hví skyldu þeir ekki beita sömu aðferðum hér?"
Fréttir Innlent Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira