Innlent

Slasaðist lífshættulega

Erlendur verkamaður var fluttur lífshættulega slasaður á sjúkrahús eftir bílveltu við Vatnsskarðsnámur á Krísuvíkurvegi í fyrrakvöld. Honum var haldið sofandi í öndunarvél í gær. Fimm voru í bílnum og voru hinir fjórir fluttir minna slasaðir á slysadeild. Tildrög slyssins voru þau að ökumaður missti stjórn í brekku á malarvegi með þeim afleiðingum að hann hafnaði á hvolfi utan vegar. Einn mannanna kastaðist út úr bílnum og lenti undir bílnum þegar hann valt. Ökumaður er grunaður um ölvun við akstur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×