Innlent

Munu fara í skaðabótamál

Erfingjar Halldórs Laxness, hafa í engu breytt þeirri ákvörðun sinni að fara í skaðabótamál við Hannes Hólmstein Gissurarson. Héraðsdómur Reykjavíkur bannaði í gær siðanefnd Háskóla Íslands að fjalla um kæru erfingja Halldórs Laxness, á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, vegna útgáfu bókarinnar Halldór, sem er fyrsta bindi ævisögu skáldsins, sem Hannes ritaði. Halldór Bachmann, lögmaður erfingja Halldórs, sagði í samtali við fréttastofuna að þetta breytti engu um þau áform erfingjanna að höfða skaðabótamál gegn Hannesi. Halldór Bachmann sagði að bróðurparturinn af sumrinu hefði farið í undirbúning málshöfðunarinnar, en það væri gríðarlega mikil vinna. Til dæmis hefði þurft að afrita frumrit, bæði verka Halldórs Laxness og Hannesar. Einnig væri verið að bíða eftir gögnum frá þriðja aðila, en lögmaðurinn bjóst við að málið yrði tilbúið í september.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×