Verðtryggingin er ekki slæm 11. nóvember 2004 00:01 Hin nýju 100 prósenta íbúðalán bankanna eru verðtryggð á Íslandi en ekki í nágrannalöndunum. Þar þekkist ekki verðtrygging í sama mæli og á Íslandi að sögn Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. "Verðtryggingin er reyndar ekki slæm," segir Tryggvi Þór. "Þegar það ríkir stöðugleiki í þjóðfélaginu hefur það sýnt sig að verðtryggð lán bera lægri vexti en óverðtryggð lán. Ástæðan fyrir því er að það er alltaf eitthvert óvissuálag. Bankinn þarf að hafa vaðið fyrir neðan sig ef það kemur snöggt verðbólguskot til þess að raunvextirnir fari ekki niður úr öllu valdi. Ég held að það sé alveg óhætt að segja það að þegar það ríkir stöðugleiki í efnahagslífinu eins og núna þá græði lántakendur á því að vera með verðtryggingu." Tryggvi Þór segir að ef verðbólgan fari af stað og rjúki til dæmis upp í fimmtán prósent og svo niður og aftur upp þá gæti borgað sig að vera með óverðtryggt lán því þá geta bankarnir ekki séð verbólguskellina fyrir. "Þetta var ástand sem var oft hérna áður fyrr. Hagstjórnin á Íslandi er hins vegar orðin svo fullkomin að þetta á ekki að koma fyrir þó það geti alltaf gerst eitthvert slys." Tryggvi Þór segir hins vegar að fólk verði að fara varlega áður en það taki 100 prósenta íbúðalán. "Ef fasteignaverð fer að lækka út af einhverjum ástæðum og hagvaxtarhorfur versna getur fólk setið eftir með lán sem er mun hærra en virði íbúðarinnar. Segjum sem svo að fasteignaverð lækki um 20 prósent, til dæmis í nýju hverfunum, þar sem fasteignaverðið er á miklu meiri ferð en þar sem er fullbyggt, þá festist fólk bara inni með 120 prósenta lán. Þannig að þessi lán eru varhugaverð að því leytinu til að fólk þarf nákvæmlega að vita hvað það er að gera. Það getur ekki gert ráð fyrir að fasteignaverð haldi áfram að hækka í framtíðinni eins og það hefur verið að gera." Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Hin nýju 100 prósenta íbúðalán bankanna eru verðtryggð á Íslandi en ekki í nágrannalöndunum. Þar þekkist ekki verðtrygging í sama mæli og á Íslandi að sögn Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. "Verðtryggingin er reyndar ekki slæm," segir Tryggvi Þór. "Þegar það ríkir stöðugleiki í þjóðfélaginu hefur það sýnt sig að verðtryggð lán bera lægri vexti en óverðtryggð lán. Ástæðan fyrir því er að það er alltaf eitthvert óvissuálag. Bankinn þarf að hafa vaðið fyrir neðan sig ef það kemur snöggt verðbólguskot til þess að raunvextirnir fari ekki niður úr öllu valdi. Ég held að það sé alveg óhætt að segja það að þegar það ríkir stöðugleiki í efnahagslífinu eins og núna þá græði lántakendur á því að vera með verðtryggingu." Tryggvi Þór segir að ef verðbólgan fari af stað og rjúki til dæmis upp í fimmtán prósent og svo niður og aftur upp þá gæti borgað sig að vera með óverðtryggt lán því þá geta bankarnir ekki séð verbólguskellina fyrir. "Þetta var ástand sem var oft hérna áður fyrr. Hagstjórnin á Íslandi er hins vegar orðin svo fullkomin að þetta á ekki að koma fyrir þó það geti alltaf gerst eitthvert slys." Tryggvi Þór segir hins vegar að fólk verði að fara varlega áður en það taki 100 prósenta íbúðalán. "Ef fasteignaverð fer að lækka út af einhverjum ástæðum og hagvaxtarhorfur versna getur fólk setið eftir með lán sem er mun hærra en virði íbúðarinnar. Segjum sem svo að fasteignaverð lækki um 20 prósent, til dæmis í nýju hverfunum, þar sem fasteignaverðið er á miklu meiri ferð en þar sem er fullbyggt, þá festist fólk bara inni með 120 prósenta lán. Þannig að þessi lán eru varhugaverð að því leytinu til að fólk þarf nákvæmlega að vita hvað það er að gera. Það getur ekki gert ráð fyrir að fasteignaverð haldi áfram að hækka í framtíðinni eins og það hefur verið að gera."
Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira