Erlent

Kosningar í Litháen í dag

Kosið er til þings í Litháen í dag og er grannt fylgst með kosningunum, bæði í Rússlandi og innan Evrópusambandsins. Efnahagur Litháens vex nú hraðar en efnahagskerfi annarra Evrópusambandslanda. Stjónmálahneyksli hafa sett mark sitt á umræðu í landinu undanfarin misseri, meðal annars var forseti landsins, Rolandas Paksas, sakaður um tengsl við rússnesku mafíuna. Hann sagði af sér í apríl. Af þessum sökum er fylgst vel með í Brüssel. Mikið magn olíuútflutnings Rússa fer einnig um hafnir í Litháen og því telja Rússar sig hafa mikilla hagsmuna að gæta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×