Upplýsingarnar ekki endanlegar 22. júlí 2004 00:01 Ríkisendurskoðandi og fulltrúar fjármálaráðuneytisins voru boðaðir á fund fjárlaganefndar Alþingis í morgun til að fara yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2003. Formaður fjárlaganefndar segir upplýsingar í skýrslunni ekki vera endanlegar. Fundur fjárlaganefndar hófst klukkan 8 í morgun og stóð í rúmar tvær klukkustundir. Að sögn Magnúsar Stefánssonar, formanns fjárlaganefndar, var um hefðbundna yfirferð að ræða í tengslum við skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2003. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi mætti á fundinn ásamt Baldri Guðlaugssyni, ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, og öðrum fulltrúum ráðuneytisins. Skeytin hafa að undanförnu flogið milli fjármálaráðherra og ríkisendurskoðanda. Í skýrslunni er m.a. gagnrýnt að framkvæmd fjárlaga hafi einkennst af agaleysi ár eftir ár og vill ríkisendurskoðandi að gripið verði í taumana. Fjárlaganefnd voru kynntar þær athugasemdir sem fjármálaráðuneytið hefur gert vegna skýrslunnar en ráðherra telur að meðferð talna sé ónákvæm, auk þess sem ýmislegt í framsetningu hennar sé villandi og óheppilegt. Magnús Stefánsson segir Ríkisendurskoðun gjarnan gera úttekt á framkvæmd fjárlaga og þetta sé því hefðbundið. Hann tekur fram að þær tölulegu upplýsingar, sem komi fram í skýrslunni, séu ekki endanlegar því ríkisreikningur fyrir árið 2003 komi ekki út fyrr en í haust. Ekki fyrr en þá liggi fyrir endanlegar niðurstöður fyrir síðasta ár og í kjölfar þess muni fjárlaganefnd fjalla um málið. Ríkisendurskoðun hefur farið yfir athugasemdir fjármálaráðherra við efni skýrslunnar og staðfestir að í þeirri yfirferð hafi komið fram nokkrar villur sem beðist er velvirðingar á. Í því sambandi er bent á að í samantektarkafla segi að í árslok 2003 hafi um 120 af 530 fjárlagaliðum verið með meiri uppsafnaðan halla en 4%, en rétt sé að fjöldinn hafi verið 108. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir engan ágreining vera á milli ráðuneytisins og ríkisendurskoðunar um kjarna málsins, sem sé mikilvægi þess að vel sé staðið að framkvæmd fjárlaga og aðhaldi og aga í ríkissfjármálum. Athugasemdir ráðuneytisins hafi lotið að tilteknum þáttum í skýrslu ríkisendurskoðunar sem þeim þætti fá fullmikið vægi og gæfu villandi mynd af málinu. Hægt er að hlusta á viðtöl við Magnús Stefánsson og Baldur Guðlaugsson með því að smella á hljóðhlekkinn hér að neðan. Einnig er hægt að horfa á frétt Stöðvar 2 um málið með því að smella á myndhlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Ríkisendurskoðandi og fulltrúar fjármálaráðuneytisins voru boðaðir á fund fjárlaganefndar Alþingis í morgun til að fara yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2003. Formaður fjárlaganefndar segir upplýsingar í skýrslunni ekki vera endanlegar. Fundur fjárlaganefndar hófst klukkan 8 í morgun og stóð í rúmar tvær klukkustundir. Að sögn Magnúsar Stefánssonar, formanns fjárlaganefndar, var um hefðbundna yfirferð að ræða í tengslum við skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2003. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi mætti á fundinn ásamt Baldri Guðlaugssyni, ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, og öðrum fulltrúum ráðuneytisins. Skeytin hafa að undanförnu flogið milli fjármálaráðherra og ríkisendurskoðanda. Í skýrslunni er m.a. gagnrýnt að framkvæmd fjárlaga hafi einkennst af agaleysi ár eftir ár og vill ríkisendurskoðandi að gripið verði í taumana. Fjárlaganefnd voru kynntar þær athugasemdir sem fjármálaráðuneytið hefur gert vegna skýrslunnar en ráðherra telur að meðferð talna sé ónákvæm, auk þess sem ýmislegt í framsetningu hennar sé villandi og óheppilegt. Magnús Stefánsson segir Ríkisendurskoðun gjarnan gera úttekt á framkvæmd fjárlaga og þetta sé því hefðbundið. Hann tekur fram að þær tölulegu upplýsingar, sem komi fram í skýrslunni, séu ekki endanlegar því ríkisreikningur fyrir árið 2003 komi ekki út fyrr en í haust. Ekki fyrr en þá liggi fyrir endanlegar niðurstöður fyrir síðasta ár og í kjölfar þess muni fjárlaganefnd fjalla um málið. Ríkisendurskoðun hefur farið yfir athugasemdir fjármálaráðherra við efni skýrslunnar og staðfestir að í þeirri yfirferð hafi komið fram nokkrar villur sem beðist er velvirðingar á. Í því sambandi er bent á að í samantektarkafla segi að í árslok 2003 hafi um 120 af 530 fjárlagaliðum verið með meiri uppsafnaðan halla en 4%, en rétt sé að fjöldinn hafi verið 108. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir engan ágreining vera á milli ráðuneytisins og ríkisendurskoðunar um kjarna málsins, sem sé mikilvægi þess að vel sé staðið að framkvæmd fjárlaga og aðhaldi og aga í ríkissfjármálum. Athugasemdir ráðuneytisins hafi lotið að tilteknum þáttum í skýrslu ríkisendurskoðunar sem þeim þætti fá fullmikið vægi og gæfu villandi mynd af málinu. Hægt er að hlusta á viðtöl við Magnús Stefánsson og Baldur Guðlaugsson með því að smella á hljóðhlekkinn hér að neðan. Einnig er hægt að horfa á frétt Stöðvar 2 um málið með því að smella á myndhlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira