Eignarnám fimm jarða 16. júlí 2004 00:01 Landsvirkjun hefur óskað eftir leyfi iðnaðarráðherra til að krefjast eignarnáms á fimm jörðum á Héraði vegna rafmagnslína frá Kárahnjúkavirkjun. Raforka frá Kárahnjúkavirkjun verður flutt að álveri Fjarðaáls við Reyðarfjörð með tveimur línum, Fljótsdalslínum 3 og 4, sem byggðar eru fyrir 420 kílóvolt en verða reknar á 220 kílóvoltum. Þær verða að mestu lagðar samsíða um 50 kílómetra leið um Fljótsdalshrepp, Austur-Hérað og Fjarðabyggð en vegna snjóflóðahættu fer önnur línan um Hallsteinsdal og hin um Þórudal. Rofna þá tæplega báðar í einu ef óhapp verður en álverið er háð stöðugum straumi. Vinna fer að hefjast við lagningu línanna en kostnaðurinn er um tíundi hluti kostnaðar við Kárahnjúkavirkjun samtals. Albert Guðmundsson, verkfræðingur hjá Landsvirkjun, segir rúma átta milljarða fara í þennan hluta framkvæmdarinnar; 4,3 milljarðar fari í línurnar, um 3 milljarðar í tengivirki í Fljótsdal og afgangurinn sé kostnaður vegna tengingar byggðalínu við Kárahnjúkavirkjun. Aðspurður hvort fullkomin sátt sé um línurnar segir Albert að Landsvirkjun hafi leitað samninga um stæði fyrir línurnar við þá tuttugu aðila sem í hlut áttu og sátt hafi náðst við fimmtán þeirra. Hann segir að ekki þurfi að breyta línunni vegna þessa en óskað hafi verið eftir því við iðnaðarráðuneytið að fá að taka land eignarnámi vegna framkvæmdanna. Yfir fimm bændum vofir því eignarnám þar sem þeir hafa ekki viljað skrifa undir samninga við Landsvirkjun. Sigurður Arnarson, bóndi á Eyrarteigi, er einn þeirra og segir hann fyrirtækið ætla að bæta mönnum þann skaða sem þeir verði fyrir. Í sínu tilfelli sé það íbúðarhúsið sem er í innan við 150 metra fjarlægð frá línunni en boð Landsvirkjunar upp á 1,2 milljónir til að bæta þann skaða sé nokkuð sem hann muni að sjálfsögðu ekki samþykkja, segir Sigurður. Möstrin, sem mörg hver verða V-laga, eru allt að 35 metra há og án efa áberandi í umhverfinu, síður þó þegar þau veðrast. Albert segir V-lögunina vera hagkvæmasta formið til að halda uppi slíkum leiðurum en sitt sýnist hverjum um útlitið. Hann segir samt sæmilega sátt vera um möstrin. Sigurður segir málið líklega fara fyrir matsnefnd eignarnámsbóta og þá sé að sjá hvort hún sé sama sinnis og Landsvirkjun um að þetta hafi engin áhrif á verð landsins og heilsu þeirra sem í húsi hans búi. Fréttir Innlent Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Landsvirkjun hefur óskað eftir leyfi iðnaðarráðherra til að krefjast eignarnáms á fimm jörðum á Héraði vegna rafmagnslína frá Kárahnjúkavirkjun. Raforka frá Kárahnjúkavirkjun verður flutt að álveri Fjarðaáls við Reyðarfjörð með tveimur línum, Fljótsdalslínum 3 og 4, sem byggðar eru fyrir 420 kílóvolt en verða reknar á 220 kílóvoltum. Þær verða að mestu lagðar samsíða um 50 kílómetra leið um Fljótsdalshrepp, Austur-Hérað og Fjarðabyggð en vegna snjóflóðahættu fer önnur línan um Hallsteinsdal og hin um Þórudal. Rofna þá tæplega báðar í einu ef óhapp verður en álverið er háð stöðugum straumi. Vinna fer að hefjast við lagningu línanna en kostnaðurinn er um tíundi hluti kostnaðar við Kárahnjúkavirkjun samtals. Albert Guðmundsson, verkfræðingur hjá Landsvirkjun, segir rúma átta milljarða fara í þennan hluta framkvæmdarinnar; 4,3 milljarðar fari í línurnar, um 3 milljarðar í tengivirki í Fljótsdal og afgangurinn sé kostnaður vegna tengingar byggðalínu við Kárahnjúkavirkjun. Aðspurður hvort fullkomin sátt sé um línurnar segir Albert að Landsvirkjun hafi leitað samninga um stæði fyrir línurnar við þá tuttugu aðila sem í hlut áttu og sátt hafi náðst við fimmtán þeirra. Hann segir að ekki þurfi að breyta línunni vegna þessa en óskað hafi verið eftir því við iðnaðarráðuneytið að fá að taka land eignarnámi vegna framkvæmdanna. Yfir fimm bændum vofir því eignarnám þar sem þeir hafa ekki viljað skrifa undir samninga við Landsvirkjun. Sigurður Arnarson, bóndi á Eyrarteigi, er einn þeirra og segir hann fyrirtækið ætla að bæta mönnum þann skaða sem þeir verði fyrir. Í sínu tilfelli sé það íbúðarhúsið sem er í innan við 150 metra fjarlægð frá línunni en boð Landsvirkjunar upp á 1,2 milljónir til að bæta þann skaða sé nokkuð sem hann muni að sjálfsögðu ekki samþykkja, segir Sigurður. Möstrin, sem mörg hver verða V-laga, eru allt að 35 metra há og án efa áberandi í umhverfinu, síður þó þegar þau veðrast. Albert segir V-lögunina vera hagkvæmasta formið til að halda uppi slíkum leiðurum en sitt sýnist hverjum um útlitið. Hann segir samt sæmilega sátt vera um möstrin. Sigurður segir málið líklega fara fyrir matsnefnd eignarnámsbóta og þá sé að sjá hvort hún sé sama sinnis og Landsvirkjun um að þetta hafi engin áhrif á verð landsins og heilsu þeirra sem í húsi hans búi.
Fréttir Innlent Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira