Í stríð við Varnarliðið 16. júlí 2004 00:01 "Það lítur út fyrir að skrifstofurnar hér breytist í málflutningsstofu á næstu dögum," segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Til hans koma daglega félagsmenn sem starfa fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og kvarta undan kjarasamningsbrotum og hefur félagið sent utanríkisráðherra einar 14 stefnur undanfarnar vikur vegna málsins. Kristján segir að verið sé að undirbúa tugi lögsókna vegna málsins enda sýni varnarliðið engan samstarfsvilja. "Það eru nú liðin tvö ár síðan varnarliðið ákvað að fara ekki eftir kjarasamningum sem í þessu landi gilda. Starfsfólk er mjög eðlilega orðið reitt og fúlt þar sem það nýtur ekki sömu kjara og allir aðrir landsmenn og verða af þúsundum króna í hverjum mánuði." Kristján segir að engir séu undanskildir hvað þetta varðar. Allir hópar sem á Keflavíkurflugvelli starfi hafi orðið af sjálfsögðum kjarabótum. "Það liggur við að við sendum utanríkisráðherra stefnur í hverri viku enda er ekki hægt að eiga viðræður beint við varnarliðið. Slíkt þarf að fara gegnum utanríkisráðuneytið og svokallaða kaupskrárnefnd sem starfar í umboði ráðuneytisins. Ég sé fram á málarekstur fyrir allt að 150 félagsmenn á næstu dögum og vikum." Eina hlutverk kaupskrárnefndar er að sjá til þess að þeir starfsmenn varnarliðsins eða erlendra verktaka þess á varnarsvæðum sem lúta íslenskum lögum, fái kaup og kjör og njóti þess öryggis og aðbúnaðar á vinnustað sem íslensk lög, kjarasamningar og venjur segja til um á hverjum tíma. Utanríkisráðuneytið og lögfræðingar þess hafa viðurkennt að varnarliðinu beri að virða íslenska kjarasamninga að fullu og tekið undir kröfur verkalýðsfélagsins en að hnífurinn standi á varnarliðinu. Forsvarsmenn þess segja hendur sínar bundnar í málinu enda verði allar aukafjárveitingar að fara í gegnum bandaríska þingið og hljóta samþykki þar. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
"Það lítur út fyrir að skrifstofurnar hér breytist í málflutningsstofu á næstu dögum," segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Til hans koma daglega félagsmenn sem starfa fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og kvarta undan kjarasamningsbrotum og hefur félagið sent utanríkisráðherra einar 14 stefnur undanfarnar vikur vegna málsins. Kristján segir að verið sé að undirbúa tugi lögsókna vegna málsins enda sýni varnarliðið engan samstarfsvilja. "Það eru nú liðin tvö ár síðan varnarliðið ákvað að fara ekki eftir kjarasamningum sem í þessu landi gilda. Starfsfólk er mjög eðlilega orðið reitt og fúlt þar sem það nýtur ekki sömu kjara og allir aðrir landsmenn og verða af þúsundum króna í hverjum mánuði." Kristján segir að engir séu undanskildir hvað þetta varðar. Allir hópar sem á Keflavíkurflugvelli starfi hafi orðið af sjálfsögðum kjarabótum. "Það liggur við að við sendum utanríkisráðherra stefnur í hverri viku enda er ekki hægt að eiga viðræður beint við varnarliðið. Slíkt þarf að fara gegnum utanríkisráðuneytið og svokallaða kaupskrárnefnd sem starfar í umboði ráðuneytisins. Ég sé fram á málarekstur fyrir allt að 150 félagsmenn á næstu dögum og vikum." Eina hlutverk kaupskrárnefndar er að sjá til þess að þeir starfsmenn varnarliðsins eða erlendra verktaka þess á varnarsvæðum sem lúta íslenskum lögum, fái kaup og kjör og njóti þess öryggis og aðbúnaðar á vinnustað sem íslensk lög, kjarasamningar og venjur segja til um á hverjum tíma. Utanríkisráðuneytið og lögfræðingar þess hafa viðurkennt að varnarliðinu beri að virða íslenska kjarasamninga að fullu og tekið undir kröfur verkalýðsfélagsins en að hnífurinn standi á varnarliðinu. Forsvarsmenn þess segja hendur sínar bundnar í málinu enda verði allar aukafjárveitingar að fara í gegnum bandaríska þingið og hljóta samþykki þar.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira