Innlent

Lýðheilsustöð á villigötum

Árangursríkasta vopnið í baráttunni gegn offitu er fræðsla og þess vegna er Lýðheilsustöð hvött til samvinnu við samtök auglýsenda sem búa yfir reynslu og þekkingu á viðhorfum og atferli almennings. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stjórn samtaka auglýsenda þar sem bent er á að Lýðheilsustöð sé á villigötum hvað varðar skattlagningu á sykurvörur. Fræðimenn hafa bent á að enginn einn þáttur stuðli að offitu heldur sé um samspil margra þátta að ræða og ekki sé vænlegt að ráðast gegn einni tegund matvæla eins og raunin virðist vera.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×