Bíða eftir ákvörðun formanna 19. júlí 2004 00:01 Allsherjarnefnd Alþingis bíður eftir að formenn stjórnarflokkanna ræði saman og komist að samkomulagi í fjölmiðlamálinu. Fundi allsherjarnefndar, sem boðað hafði verið til í morgun, var frestað þar til síðdegis í dag. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar eru afar ósáttir við að fundi allsherjarnefndar hafi verið frestað í morgun. Þeir höfðu krafist þess að nefndin kæmi saman á föstudaginn var, en þeirri beiðni var synjað og fundur boðaður þess í stað klukkan 10 í dag. Í gærkvöldi var fundi nefndarinnar frestað til klukkan fimm og stefna stjórnarflokkarnir að því að nota daginn til að ná lausn í málinu. Formenn stjórnarflokkanna hittust ekkert um helgina, enda hafa þeir ekki verið í bænum. Þeir koma báðir til höfuðborgarinnar í dag og munu ræðast við áður en allsherjarnefnd kemur saman síðdegis. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar og hvenær þeir hittast, en samkvæmt heimildum fréttastofu er búið að ákveða að allsherjarnefnd komi ekki saman nema þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi komið sér saman um afdrif fjölmiðlafrumvarpsins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi vinnubrögð stjórnarliða harðlega í þættinum Íslandi í býtið í morgun og gaf þeim falleinkunn. Hann sagði að nú væri einn mánuður og 17 dagar liðnir síðan forsetinn tilkynnti ákvörðun sína. Hann telur að sá tími hafi verið illa nýttur. Til að mynda hafi allur júnímánuður farið í að ræða og undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu. Sólarhring áður en þing kom saman hafi þeirri undirbúningsvinnu verið hent og nýtt frumvarp kynnt. Þá hafi komið í ljós að ekki hafi verið samstaða innan ríkisstjórnar um það frumvarp. Steingrímur sagði að hann hefði aldrei vitað til þess, að ríkisstjórn landsins hefði vísvitandi reynt að fara á svig við stjórnarskránna. Ágreiningur stjórnarflokkanna felst í því að Sjálfstæðismenn vilja afgreiða frumvarpið því sem næst óbreytt, en innan Framsóknarflokksins er þess krafist að frumvarpið verði dregið til baka. Sjálfstæðismenn eru reiðubúnir að gera talsverðar breytingar á frumvarpinu, en þeim finnst afar óheppilegt að draga það til baka. Það sé stjórnarfrumvarp og sýni veikleika ríkisstjórnarinnar að bakka alfarið með slík mál. Allt þetta mál hefur reynt mjög á ríkisstjórnina og hefur myndast mikil óánægja í báðum flokkum með samstarfsflokkinn. Mörgum Framsóknarmönnum finnst sem Sjálfstæðismenn séu of stífir á sínu, en Sjálfstæðismönnum finnst sem Framsóknarmenn sveiflist um of eftir viðbrögðum annarra og jafnvel skoðanakönnunum. Það flækir svo málið enn frekar, að jafnvel þó að margir Framsóknarmenn vilji draga frumvarpið til baka, er það ekki sársaukalaust, því Halldór Ásgrímsson mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi þegar Davíð Oddsson var í Washington. Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Allsherjarnefnd Alþingis bíður eftir að formenn stjórnarflokkanna ræði saman og komist að samkomulagi í fjölmiðlamálinu. Fundi allsherjarnefndar, sem boðað hafði verið til í morgun, var frestað þar til síðdegis í dag. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar eru afar ósáttir við að fundi allsherjarnefndar hafi verið frestað í morgun. Þeir höfðu krafist þess að nefndin kæmi saman á föstudaginn var, en þeirri beiðni var synjað og fundur boðaður þess í stað klukkan 10 í dag. Í gærkvöldi var fundi nefndarinnar frestað til klukkan fimm og stefna stjórnarflokkarnir að því að nota daginn til að ná lausn í málinu. Formenn stjórnarflokkanna hittust ekkert um helgina, enda hafa þeir ekki verið í bænum. Þeir koma báðir til höfuðborgarinnar í dag og munu ræðast við áður en allsherjarnefnd kemur saman síðdegis. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar og hvenær þeir hittast, en samkvæmt heimildum fréttastofu er búið að ákveða að allsherjarnefnd komi ekki saman nema þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi komið sér saman um afdrif fjölmiðlafrumvarpsins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi vinnubrögð stjórnarliða harðlega í þættinum Íslandi í býtið í morgun og gaf þeim falleinkunn. Hann sagði að nú væri einn mánuður og 17 dagar liðnir síðan forsetinn tilkynnti ákvörðun sína. Hann telur að sá tími hafi verið illa nýttur. Til að mynda hafi allur júnímánuður farið í að ræða og undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu. Sólarhring áður en þing kom saman hafi þeirri undirbúningsvinnu verið hent og nýtt frumvarp kynnt. Þá hafi komið í ljós að ekki hafi verið samstaða innan ríkisstjórnar um það frumvarp. Steingrímur sagði að hann hefði aldrei vitað til þess, að ríkisstjórn landsins hefði vísvitandi reynt að fara á svig við stjórnarskránna. Ágreiningur stjórnarflokkanna felst í því að Sjálfstæðismenn vilja afgreiða frumvarpið því sem næst óbreytt, en innan Framsóknarflokksins er þess krafist að frumvarpið verði dregið til baka. Sjálfstæðismenn eru reiðubúnir að gera talsverðar breytingar á frumvarpinu, en þeim finnst afar óheppilegt að draga það til baka. Það sé stjórnarfrumvarp og sýni veikleika ríkisstjórnarinnar að bakka alfarið með slík mál. Allt þetta mál hefur reynt mjög á ríkisstjórnina og hefur myndast mikil óánægja í báðum flokkum með samstarfsflokkinn. Mörgum Framsóknarmönnum finnst sem Sjálfstæðismenn séu of stífir á sínu, en Sjálfstæðismönnum finnst sem Framsóknarmenn sveiflist um of eftir viðbrögðum annarra og jafnvel skoðanakönnunum. Það flækir svo málið enn frekar, að jafnvel þó að margir Framsóknarmenn vilji draga frumvarpið til baka, er það ekki sársaukalaust, því Halldór Ásgrímsson mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi þegar Davíð Oddsson var í Washington.
Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira