Óð í gegnum úrslitin 9. ágúst 2004 00:01 Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, bar sigur úr býtum í Rímnastríðinu 2004. Hann skildi tvo andstæðinga eftir í valnum og óð í gegnum úrslitin en þar mætti hann sigurvegaranum frá því í fyrra, KJ. "Þetta var alls ekki auðvelt en ég var vel undirbúinn," segir Dóri og útskýrir að undirbúningurinn hafi aðallega falist í að hanga með sniðugum gaurum og segja mikið af bröndurum. Rímnastríðið í ár er ekki fyrsta keppnin hans því hann vann fyrstu keppnina og var í úrslitum í fyrra auk þess sem hann fór mikinn í sams konar keppnum í MH. Mótherji Dóra í úrslitum var eins og áður sagði KJ en þeir félagar eru saman í rapphljómsveitinni Bæjarins bestu. "Hann missti sig eiginlega í þriðju lotunni og sagði til dæmis að ég væri ástæðan fyrir því að platan okkar seldist ekki neitt." Dóri var hins vegar fljótur að svara því: "Þetta er ekki erfitt fyrir mig, um hvað ertu að tala, platan seldist ekki shit". Hann fylgdi því svo eftir með: "Ég alla rappara brenni, ég er ekki feitur, bara ógeðslega mikið karlmenni." Aðspurður hvort ekki sé auðveldara að mæta vini sínum í úrslitum en einhverjum algjörlega óþekktum segir hann það vera tvíeggjað sverð. "Þó þú þekkir hann ógeðslega vel þá kemur það auðvitað á móti að hann þekkir þig. Þegar andstæðingurinn er hins vegar alveg ókunnugur þér er miklu auðveldara að gera grín að þessum basic hlutum." Dóri segir keppnina fyrst og fremst snúast um að vera fyndinn og sniðugur. "Maður á alls ekki að reyna að vera viðbjóðslegur við andstæðing sinn og uppljóstra einhverju sem enginn veit." Dóri neitar því þó ekki að keppni sem þessi geti farið illa með sjálfstraustið. "Ég held reyndar að menn sem fara í svona keppni séu með það mikið sjálfstraust að þeir höndla þetta alveg og brotna ekki niður þó eitthvað miður fallegt sé sagt um þá. Maður er hins vegar alltaf frekar stressaður og þetta getur verið rústandi enda tekur þetta svo mikið á," segir Dóri og bætir því við að hann keyri sig út í hverri keppni. "Maður þarf alltaf að vera á tánum." Á næsta ári má búast við nýjum sigurvegara þar sem Dóri telur ólíklegt að hann reyni að verja titilinn. "Það fylgir þessu alltaf eintómt múður. Fólk er aldrei sammála hver eigi að vinna og við í Öryrkjabandalaginu erum búnir að ákveða að draga okkur út úr keppninni." Öryrkjabandalagið skipa meðlimir Bent og 7Berg, Afkvæma guðanna og Bæjarins bestu en nafnið vísar til þess hvað þeir yrkja ört. Það er því ljóst að nokkrir af betri röppurum bæjarins hafa hætt keppni og nýr sigurvegari verður krýndur að ári. Lífið Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, bar sigur úr býtum í Rímnastríðinu 2004. Hann skildi tvo andstæðinga eftir í valnum og óð í gegnum úrslitin en þar mætti hann sigurvegaranum frá því í fyrra, KJ. "Þetta var alls ekki auðvelt en ég var vel undirbúinn," segir Dóri og útskýrir að undirbúningurinn hafi aðallega falist í að hanga með sniðugum gaurum og segja mikið af bröndurum. Rímnastríðið í ár er ekki fyrsta keppnin hans því hann vann fyrstu keppnina og var í úrslitum í fyrra auk þess sem hann fór mikinn í sams konar keppnum í MH. Mótherji Dóra í úrslitum var eins og áður sagði KJ en þeir félagar eru saman í rapphljómsveitinni Bæjarins bestu. "Hann missti sig eiginlega í þriðju lotunni og sagði til dæmis að ég væri ástæðan fyrir því að platan okkar seldist ekki neitt." Dóri var hins vegar fljótur að svara því: "Þetta er ekki erfitt fyrir mig, um hvað ertu að tala, platan seldist ekki shit". Hann fylgdi því svo eftir með: "Ég alla rappara brenni, ég er ekki feitur, bara ógeðslega mikið karlmenni." Aðspurður hvort ekki sé auðveldara að mæta vini sínum í úrslitum en einhverjum algjörlega óþekktum segir hann það vera tvíeggjað sverð. "Þó þú þekkir hann ógeðslega vel þá kemur það auðvitað á móti að hann þekkir þig. Þegar andstæðingurinn er hins vegar alveg ókunnugur þér er miklu auðveldara að gera grín að þessum basic hlutum." Dóri segir keppnina fyrst og fremst snúast um að vera fyndinn og sniðugur. "Maður á alls ekki að reyna að vera viðbjóðslegur við andstæðing sinn og uppljóstra einhverju sem enginn veit." Dóri neitar því þó ekki að keppni sem þessi geti farið illa með sjálfstraustið. "Ég held reyndar að menn sem fara í svona keppni séu með það mikið sjálfstraust að þeir höndla þetta alveg og brotna ekki niður þó eitthvað miður fallegt sé sagt um þá. Maður er hins vegar alltaf frekar stressaður og þetta getur verið rústandi enda tekur þetta svo mikið á," segir Dóri og bætir því við að hann keyri sig út í hverri keppni. "Maður þarf alltaf að vera á tánum." Á næsta ári má búast við nýjum sigurvegara þar sem Dóri telur ólíklegt að hann reyni að verja titilinn. "Það fylgir þessu alltaf eintómt múður. Fólk er aldrei sammála hver eigi að vinna og við í Öryrkjabandalaginu erum búnir að ákveða að draga okkur út úr keppninni." Öryrkjabandalagið skipa meðlimir Bent og 7Berg, Afkvæma guðanna og Bæjarins bestu en nafnið vísar til þess hvað þeir yrkja ört. Það er því ljóst að nokkrir af betri röppurum bæjarins hafa hætt keppni og nýr sigurvegari verður krýndur að ári.
Lífið Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira