Innlent

Dalsmynni kærir til umboðsmanns

Kærumál hafa gengið á víxl vegna búsins í Dalsmynni. Í september bað lögmaður þess um lögreglurannsókn á því hvort skrif Magneu Hilmarsdóttur, á heimasíðu sem hún hefur haldið úti gegn búinu, brytu í bága við ákvæði hegningarlaga. Umrædd Magnea hafði áður kært búið til lögreglunnar, en þeirri kæru var vísað frá. Í kvörtun lögmanns Dalsmynnis til umboðsmanns er þess sérstaklega óskað að kannað verði hvort jafnræðisregla stjórnsýslulaga hafi verið brotin þar sem skjólstæðingur sinn virðist vera eini hundaræktandinn í landinu sem gert hafi verið að sæta ákveðnum reglum. Vísað er til krafna um stærð búra og fjölda hunda í búrum. Er því haldið fram að um íþyngjandi og óvandaða stjórnsýsluhætti sé að ræða að setja slíkar kröfur fram rúmu ári eftir að starfsleyfi hafi verið gefið út búinu til handa. Loks er kvartað yfir að bréf Umhverfisstofnunar um málefni búsins séu afhent utanaðkomandi aðilum sem notfæri sér þau til að koma höggi á búið á veraldarvefnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×