Innlent

Skoðar Kárahnjúka vegna kæru

Erindreki Bernar-sáttmálans í Strassborg hefur skoðað svæðið við Kárahnjúka sem sökkt verður í vatn, vegna kæru Alþjóða fuglaverndunarfélagsins. Guðmundur Ármannsson, bóndi á Vaði, lét ekki sitt eftir liggja þegar umhverfissinnar mótmæltu virkjunarframkvæmdunum með því að flagga í hálfa stöng. Á sama tíma var fulltrúi Bernar-sáttmálans, sem á að vernda villt dýr og plöntur í Evrópu, að skoða virkjunarsvæðið vegna kæru fuglaverndunarsinna. I ngimar Sigurðsson frá umhverfisráðuneytinu segir það ekkert launungamál að 600 hreiðurstæði heiðargæsapara fari undir vatn vegna virkjunarinnar. Flóran og fánan er fjölbreytt á svæðinu og Ísland hefur skuldbundið sig til að sporna við útrýmingu tegunda. Joe Sultana sem er hér fyrir hönd Bernar sáttmálans segist ekki mega láta tilfinningar ráða um hvort stöðva eigi framvæmdirnar. Hann verði að skoða báða hliðar málsins og skola niðurstöðu sinni til Evrópuráðsins sem mun síðar hafa samband við íslensk stjórnvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×