
Innlent
Ríkisskattstjóri lýkur álagningu
Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga í ár og verða álagningar- og innheimtuseðlar bornir út á föstudag. Þeir sem skiluðu rafrænum framtölum geta skoðað sína seðla, ásamt endurskoðuðu framtali, á vefsíðu ríkisskattstjóra frá og með morgundeginum. Bótagreiðslur og endurgreiðslur oftekinna skatta verða lagðar á bankareikning viðkomandi gjaldanda á föstudag.