Erlent

10 þúsund útlendingum vísað frá

Norska lögreglan áætlar að tíu þúsund útlendingum verði vísað frá Noregi á þessu ári. Aftenposten greinir frá því að þetta sé mesti fjöldi hingað til og að á nærri hverjum degi séu útlendingar sendir með flugi frá Gardermoen flugvellinum. Sumir eru glæpamenn og aðrir ólöglegir innlfytjendur. Flestir eru frá Serbíu, Rússlandi og Afganistan. Í samræmi við svokallað Dyflinar ákvæði eru Afganarnir ekki sendir heim, heldur til þess lands sem þeir sóttu fyrst um hæli í, eftir að þeir flúðu heimalandið. Útlendingaeftirlitið hefur sett upp sína eigin sjö manna ferðaskrifstofu má segja, þar sem sérstök deild sinnir því að skipuleggja ferðalög og panta flugmiða fyrir þá tíu þúsund útlendinga sem vísað er frá landinu á þessu ári. Áætlað er að kostnaður norska ríkisins vegna þessa nemi milljarði íslenskra króna í ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×