Innlent

Jeppi og rúta í slysi

Tveir voru fluttir á slysadeild þegar lítill jeppi og rúta rákust saman á Gjábakkavegi á þriðja tímanum í gærdag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi komu bílarnir hvor úr sinni áttinni þegar slysið átti sér stað. Fjórir voru í jeppanum og voru tveir þeir fluttir á slysadeild en voru meiðsl þeirra ekki talin alvarleg við fyrstu sýn. Sæti rútunnar voru nærri fullskipuð. Jeppinn skemmdist mikið og er óökufær en rútan varð fyrir útlitsskemmdum en var ökufær að sögn lögreglu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×