Erlent

Chirac og Schröder ræða um Tyrki

Jacques Chirac, frakklandsforseti og Gerhard Schröder, kanslari Þýsklands hitta í dag Tayyp Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands til þess að ræða hugsanlega aðild Tyrkja að Evrópusambandinu. Báðir eru þeir Chirac og Schröder mjög hlynntir aðild Tyrkja að sambandinu og Erdogan veit sem er að álit þeirra mun vega þungt þegar aðild Tyrkja verður tekin fyrir í desember. Hins vegar berjast bæði Chirac og Schröder við almenningsálit í heimalöndum sínum og verður sérstaklega erfitt fyrir Chirac að mæla með því að aðildarviðræður við Tyrki hefjist strax í desember, enda er um 75% almennings í Frakklandi andsnúinn aðild Tyrkjanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×