Erlent

Nauðungarhjónabönd verði refsiverð

Breska stjórnin ætlar að skoða möguleika á að gera það refsivert að neyða fólk í hjónaband, sagði David Blunkett innanríkisráðherra Bretlands. Hann sagði stjórnvöld líka ætla að hækka lágmarksaldur fólks sem fengi að koma til landsins sem makar þeirra sem fyrir eru í Bretlandi. "Nauðungarhjónaband er einfaldlega brot á mannréttindum," sagði Blunkett. "Það er eitt afbrigði heimilisofbeldis sem gerir lítið úr fólki með því að neita því um réttinn til að ákveða hvernig lífi það lifir."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×