Erlent

Charley í Karólínu

Nú er ljóst að þrettán fórust þegar fellibylurinn Charley gekk yfir Flórídaskaga í gær. Dregið hefur úr styrk stormsins eftir að hann gekk á ný út á haf en hann skall í nótt á Suður- og Norður-Karólínu og veldur sem stendur nokkrum usla, alla leið til New York. Íbúar Flórída verða hins vegar að búa sig undir meira óveður því nokkur fjöldi hitabeltisstorma er á sömu leið og Charley fór. Fellibylurinn Danielle er jafnframt á ferð yfir Atlantshafið frá Grænhöfðaeyjum en ekki er búist við að hún nái landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×