Rannsókn ábótavant 4. júlí 2004 00:01 Rannsókn á sifjaspellsmáli í Færeyjum vegna barna sem búið hafa á Íslandi undanfarin ár var ábótavant að mati nýs saksóknara í málinu. Hjón voru ranglega dæmd í fangelsi og var dómurinn eingöngu byggður á vitnisburði barna sem nú segjast hafa logið fyrir dómi. Danskur áfrýjunardómstóll hefur vísað máli færeyskra hjóna, sem voru dæmd í fangelsi fyrir að hafa beitt börn sín kynferðislegu ofbeldi, aftur til dómstóls í Færeyjum. Konan er móðir barnanna en maðurinn stjúpfaðir. Ungmennin, sem búsett eru á Íslandi, viðurkenndu löngu eftir að hjónin afplánuðu dóma sína að hafa logið upp á móður sína og stjúpa og kenna þau stjúpmóður sinni um að hafa þvingað sig til að segja ósatt fyrir dómi. Varla þarf að taka fram að hér er um háalvarlegt mál að ræða en kynferðislegt ofbeldi á börnum er með andstyggilegri brotum í samfélaginu. Dómurinn hafði hrikalegar afleiðingar í för með sér fyrir hjónin, móðirin hlaut tveggja ára og stjúpfaðirinn níu mánaða fangelsisdóm, að frátöldum smánarblettinum sem fylgir brotum sem þessum. Þau skildu í kjölfarið og býr konan í Danmörku en maðurinn í Færeyjum. Málið verður tekið upp í Eystri landsrétti í haust en rannsókn á því sem gerðist í raun og veru hefur staðið yfir síðustu misserin. Linda Hestelberg, nýr saksóknari í málinu í Færeyjum, sagði í samtali við fréttastofu að svo virtist sem upphafleg rannsókn í máli gegn hjónunum hefði verið ábótavant. Vitnisburður barnanna hafi einfaldlega verið tekinn trúanlegur þó engin önnur gögn hafi bent til sektar móðurinnar og eiginmanns hennar. Nú þegar málið hefur verið rannsakað að nýju hefur þvert á móti komið í ljós að svo virðist sem ný frásögn ungmennanna eigi við rök að styðjast - það hafi verið stjúpmóðirin, sem einnig býr hér á landi, sem hafi beitt þau bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hún hefur verið ákærð og verður dregin fyrir rétt í haust. Ungmennin eiga einnig yfir höfði sér ákærur fyrir að bera ljúgvitni fyrir dómi. Björn frá Heygum, lögmaður mannsins í Færeyjum, sagði í samtali við fréttastofu í dag að málið sýndi hve vafasamt væri að byggja dóma eingöngu á vitnisburði. Það væri þó gleðiefni að málið yrði tekið upp að nýju og réttir aðilar dregnir til ábyrgðar. Hitt er svo annað mál að allir málsaðilar hljóta að velta fyrir sér hvort nýr framburður ungmennanna sé hinn rétti. Félagsfræðingar sem fréttastofan ræddi við benda á að ýmsar aðrar ástæður geta hafa valdið því að börnin breyttu framburði sínum. Fréttir Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Rannsókn á sifjaspellsmáli í Færeyjum vegna barna sem búið hafa á Íslandi undanfarin ár var ábótavant að mati nýs saksóknara í málinu. Hjón voru ranglega dæmd í fangelsi og var dómurinn eingöngu byggður á vitnisburði barna sem nú segjast hafa logið fyrir dómi. Danskur áfrýjunardómstóll hefur vísað máli færeyskra hjóna, sem voru dæmd í fangelsi fyrir að hafa beitt börn sín kynferðislegu ofbeldi, aftur til dómstóls í Færeyjum. Konan er móðir barnanna en maðurinn stjúpfaðir. Ungmennin, sem búsett eru á Íslandi, viðurkenndu löngu eftir að hjónin afplánuðu dóma sína að hafa logið upp á móður sína og stjúpa og kenna þau stjúpmóður sinni um að hafa þvingað sig til að segja ósatt fyrir dómi. Varla þarf að taka fram að hér er um háalvarlegt mál að ræða en kynferðislegt ofbeldi á börnum er með andstyggilegri brotum í samfélaginu. Dómurinn hafði hrikalegar afleiðingar í för með sér fyrir hjónin, móðirin hlaut tveggja ára og stjúpfaðirinn níu mánaða fangelsisdóm, að frátöldum smánarblettinum sem fylgir brotum sem þessum. Þau skildu í kjölfarið og býr konan í Danmörku en maðurinn í Færeyjum. Málið verður tekið upp í Eystri landsrétti í haust en rannsókn á því sem gerðist í raun og veru hefur staðið yfir síðustu misserin. Linda Hestelberg, nýr saksóknari í málinu í Færeyjum, sagði í samtali við fréttastofu að svo virtist sem upphafleg rannsókn í máli gegn hjónunum hefði verið ábótavant. Vitnisburður barnanna hafi einfaldlega verið tekinn trúanlegur þó engin önnur gögn hafi bent til sektar móðurinnar og eiginmanns hennar. Nú þegar málið hefur verið rannsakað að nýju hefur þvert á móti komið í ljós að svo virðist sem ný frásögn ungmennanna eigi við rök að styðjast - það hafi verið stjúpmóðirin, sem einnig býr hér á landi, sem hafi beitt þau bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hún hefur verið ákærð og verður dregin fyrir rétt í haust. Ungmennin eiga einnig yfir höfði sér ákærur fyrir að bera ljúgvitni fyrir dómi. Björn frá Heygum, lögmaður mannsins í Færeyjum, sagði í samtali við fréttastofu í dag að málið sýndi hve vafasamt væri að byggja dóma eingöngu á vitnisburði. Það væri þó gleðiefni að málið yrði tekið upp að nýju og réttir aðilar dregnir til ábyrgðar. Hitt er svo annað mál að allir málsaðilar hljóta að velta fyrir sér hvort nýr framburður ungmennanna sé hinn rétti. Félagsfræðingar sem fréttastofan ræddi við benda á að ýmsar aðrar ástæður geta hafa valdið því að börnin breyttu framburði sínum.
Fréttir Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent