Viðskipti

Dvínandi virði

Miklar væntingar voru bundnar við Facebook þegar það var sett á markað í maí. Í upphafi fór verðið yfir 38 dali á hlut, en í ljós kom innan nokkurra daga að fyrirtækið hafi verið ofmetið, lægst fór virði hluta í 17,7 dali, en framan af degi í gær var verðið um 19,5 dalir.

Viðskipti innlent

Ný gerð iPad á markað

Apple, verðmætasta fyrirtæki heims, kynnti nýja vörulínu á kynningarfundi í San José í Kaliforníu í gær. Á fundinum bar hæst að Apple tilkynnti að fyrirtækið hæfi brátt sölu á smærri og ódýrari gerð af iPad-spjaldtölvunni vinsælu.

Viðskipti erlent

Skjárinn tapaði um 300 milljónum í fyrra

Skjárinn ehf., sem rekur SkjáEinn, SkjáBíó, SkjáHeim og SkjáGolf, tapaði 285 milljónum króna í fyrra. Það er tæpum hundrað milljónum króna minna en félagið tapaði árið áður. Samtals nemur tap Skjásins á árunum 2010 og 2011 663 milljónum króna. Eigið fé félagsins var neikvætt um 653 milljónir króna um síðustu áramót. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi þess.

Viðskipti innlent

Facebook tapaði rúmum 7 milljörðum

Tap af rekstri Facebook á þriðja ársfjórðungi nam 59 milljónum dala, eða 7,4 milljörðum króna. Þrátt fyrir það jukust tekjur síðunnar um 32% á ársfjórðungnum. Tekjurnar námu 1,26 milljörðum dala á ársfjórðungnum. Á fréttavef BBC kemur fram að þetta er umfram væntingar. Engu að síður er þetta annar ársfjórðunginn í röð sem tap er á rekstri Facebook. Á öðrum ársfjórðungi nam tapið 157 milljónum dala, eða tæpum 20 milljörðum króna.

Viðskipti erlent

Skúli Mogensen: Erum búnir að flörta svolítið lengi

"Það er óhætt að segja að við séum búnir að "flörta“ svolítið lengi,“ svarar Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air sem keypti rekstur Iceland Express en um það var tilkynnt í dag. Í viðtali við Reykjavík síðdegis segir Skúli að eftir þetta "daður“ á milli félaganna um einhverskonar samruna eða kaup, hafi forsvarsmenn fyrirtækjanna sest niður í síðustu viku og hlutirnir hafi gerst hratt í framhaldinu.

Viðskipti innlent

Hluta af starfsfólkinu sagt upp

Pálmi Haraldsson, sem seldi í dag WOW air verðmætustu eignir Iceland Express, segir að óhjákvæmilegt verði að segja starsfólki upp þegar WOW air tekur starfsemina yfir. Hins vegar sé gert ráð fyrir að hluti starfsfólksins, og þar á meðal margir af lykilstarfsmönnum, muni fylgja verkefnum Iceland Express yfir til WOW.

Viðskipti innlent

Össur: Þriðji ársfjórðungir undir væntingum

Lítil sala í Bandaríkjunum hefur hægt á vexti Össurar og er afkoma fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi undir væntingum. Söluvöxtur var 2 prósent en heildarsala nam 99 milljónum Bandaríkjadala, eða rúmlega 12.4 milljörðum króna, samanborið við 101 milljón dala á sama tímabili árið 2011.

Viðskipti innlent

Íslendingar selja farþegum skemmtiferðaskipa mat fyrir 300 milljónir

Mögulegar árlegar tekjur af sölu matvæla til skemmtiferðaskipa sem koma hingað til lands geta numið rúmlega 3 milljörðum króna, en áætla má að núverandi hlutdeild íslenskra fyrirtækja í þeirri veltu sé rétt tæplega 10% eða 300 milljónir miðað við tölur frá árinu 2010, en þá komu um 160 þúsund farþegar komu með 219 skemmtiferðaskpum. Haukur Már Gestsson, hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum, bendir á að komum skemmtiferðaskipa til Íslands hafi fjölgað og því séu tölurnar jafnvel enn hærri í ár.

Viðskipti innlent

Ný spjaldtölva frá Apple í dag

Tæknirisinn Apple mun kynna minni útgáfu af iPad-spjaldtölvunni í Kaliforníu í dag. Grunur leikur á að Apple muni einnig opinbera minni útgáfu af MacBook Pro fartölvunni sem verður með mun hærri upplausn en forverar sínir.

Viðskipti erlent

Hótel Borg valið fremsta hótel Íslands

Hótel Borg var valið “ Iceland´s Leading Hotel “ eða fremsta hótel Íslands á verðlauna-afhendingu World Tavel Awards. Árlega verðlauna samtökin framúrskarandi fyrirtæki í ferðaþjónustu í Evrópu, Asíu, Afríku og Ameríku.

Viðskipti innlent

Stjórnendur eignast hluti á mun lægra gengi en fjárfestar

Framkvæmdastjórar Eimskipafélagsins hafa samið um að fá að kaupa hlutabréf í félaginu á genginu 0,839 evrur á hlut, eða sem nemur 135 krónum á hvern hlut. Samtals hafa stjórnendurnir fengið kauprétt á 8,75 milljónum hlutum í félaginu, sem jafngildir ríflega fjögurra prósenta hlut. Stjórnendurnir sex sem hafa fengið kauprétt á bréfum í félaginu eru forstjórinn Gylfi Sigfússon, Hilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmastjóri fjármála, Bragi Þór Marinósson, alþjóðasviði, Guðmunur Nikulásson, innanlandssviði, Ásbjörn Skúlason, rekstrarsviði, og Matthías Matthíasson, á sölu og þjónustusviði.

Viðskipti innlent

Völdum fjárfestum fyrst boðið að kaupa bréf í Eimskipafélaginu

Frá 23. október til 25. október verður takmörkuðum fjölda fjárfesta, völdum af Eimskipafélaginu og þeim sem umsjón hafa með skráningarferli Eimskipafélagsins á markað, þ.e. Straumi fjárfestingabanka og Íslandsbanka, boðið að skrá sig fyrir hlutum í félaginu á bilinu 205 til 225 krónur á hlut. Samkvæmt því verðmati er heilarvirði félagsins á bilinu 41 til 45 milljarðar króna.

Viðskipti innlent

Drómi ætlar að hefja endurútreikning strax

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði í morgun með fulltrúum Dróma og Lýsingar vegna vaxtadóms Hæstaréttar á fimmtudag. Samkvæmt dómi Hæstaréttar var Arion banka óheimilt að reikna vexti afturvirkt af ólöglegum gengistryggðum lánum, þar sem stefnandi, sem var Borgarbyggð, hafði staðið í skilum og fullnaðarkvittanir lágu fyrir.

Viðskipti innlent

Ný spjaldtölva frá Google og Samsung

Talið er að tæknifyrirtækin Google og Samsung muni kynna nýja spjaldtölvu seinna í þessum mánuði. Tölvan verður að öllum líkindum hluti af Nexus vörulínunni sem fyrirtækin hafa þróað síðustu ár.

Viðskipti erlent

Forsendur kjarasamninga að bresta

Forsendur kjarasamninga eru að bresta. Þetta er fullyrt í Morgunkorni Íslandsbanka, sem kom út nú rétt fyrir hádegi. Þar segir að ef horft sé fram á veginn sé útlit fyrir sú verðbólga sem nú sé í kortunum verði búin að éta upp nánast alla þá 7% hækkun sem samið var um í síðustu kjarasamningum fyrir lok þessa árs.

Viðskipti innlent

Aron sagði það að "taka snúning“ vera að "gera eitthvað“

Aron Karlsson, sem ákærður er fyrir fjársvik í tengslum við viðskipti með Skúlagötu 51 þar sem kínverska sendiráðið er til húsa, bar við minnisleysi um vegamikil atriði við aðalmeðferð málsins í morgun. Hann sagði Gísla Gíslason lögmann hafa séð um öll samskipti við banka fyrir sína hönd. Vitnað var til samskipta á Skype í dómsal í morgun.

Viðskipti innlent

Kaupmáttur launa minnkar

Vísitala kaupmáttar launa í september var 112,0 stig og lækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 1,4%.

Viðskipti innlent